Ráðstafanir vegna Covid-19

Klettur leggur mikla áherslu á að lágmarka smithættu og fylgja almennum ráðleggingum Almannavarna. Nýjar verklagsreglur eru því í gildi núna til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina og til að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu á þessum tímum. Fyrirtækinu hefur verið skipt upp í aðskilin teymi, samgangur milli starfsmanna er takmarkaður, allt starfsfólk gætir þess að fylgja kröfum varðandi hreinlæti og allir snertifletir eru reglulega sótthreinsaðir.

Breyttar verklagsreglur:

 • Sóttvarnir eru aðgengilegar í verkstæðismóttöku sem og öllum hjólbarðaverkstæðum.
 • Bíllyklar eru sótthreinsaðir og afhentir í plastpokum.
 • Starfsfólk verkstæðis nota einnota hanska við störf.
 • Sett hafa verið upp sérstök borð í varahlutaverslun og verkstæðis móttöku til að halda ráðlögðum fjarlægðarmörkum.
 • Allur samgangur milli deilda innan fyritækisins hafa verið takmarkaðar til að koma í veg fyrir smit.

Á meðan að þetta ástand varir biðjum við þig kæri viðskiptavinur vinsamlegast að:

 • Virða þau fjarlægðarmörk sem ráðlagt er af Almannavörnum
 • Nota snertilausar greiðsluleiðir eða nota einnota hanska sem eru við posa.
 • Nýta rafrænar leiðir í samskiptum eins og mögulegt er:
 • Lágmarka allar heimsóknir í varahlutaverslun Kletts með því að ganga frá pöntunum í síma 590 5220 eða senda póst á varahlutir@klettur.is
 • Lágmarka allar heimsóknir í söludeild hjólbarða með því að ganga frá pöntun í síma 590 5280 eða senda póst á dekk@klettur.is
 • Allur umgangur um verkstæði frá utanaðkomandi aðilum eru bönnuð, vinsamlegast virðið það.

Engin breyting hefur verið gerð á hefðbundum afgreiðslutímum og er starfsfólk Kletts tilbúið til að aðstoða eftir fremstu getu.

Við vonum að allir sýni þessum tímabundnu en mikilvægum ráðstöfum skilning.

Aðrar fréttir