
Klettur – sala og þjónusta ehf. hefur tekið við sem umboðs- og þjónustuaðili fyrir Merlo á Íslandi. Merlo er þekktur ítalskur framleiðandi á skotbómulyfturum og fjölnota vinnuvélum sem henta m.a. sérlega vel fyrir byggingariðnað, landbúnað og sjávarútveg.
Klettur tekur formlega við umboðinu 1. júlí 2025, og mun frá þeim tíma annast sölu og þjónustu fyrir allar Merlo vélar hér á landi. Með þessu samstarfi bætist við öflugt vörumerki í vöruúrval Kletts og styður það við stefnu fyrirtækisins um að bjóða traustar og fjölbreyttar lausnir og framúrskarandi þjónustu fyrir atvinnulífið.
,,Við erum afar ánægð með þetta nýja samstarf og hlökkum til að byggja upp traust og öflugt þjónustunet fyrir Merlo hér á landi.“ segir Bjarni Arnarson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Kletts.
Kynntu þér Merlo hér.