Merlo er þekktur ítalskur framleiðandi á skotbómulyfturum og fjölnota vinnuvélum sem henta m.a. sérlega vel fyrir byggingariðnað, landbúnað og sjávarútveg. Vélar Merlo sameina nákvæmni, kraft og fjölhæfni og henta sérstaklega vel fyrir fjölbreytt verkefni.
Með sterku þjónustuneti Kletts færðu örugga og hraða þjónustu. Við tryggjum faglega ráðgjöf, hraða þjónustu og greiðan aðgang að varahlutum.
Þjónustustöðvar Kletts eru staðsettar í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri.
Viðurkenndir þjónustuaðilar eru Þrymur á Ísafirði og Bíley á Reyðarfirði.