Lyftarar

Klettur býður upp á margar gerðir af lyfturum frá CAT ásamt miklu úrvali sérhæfðra tækja fyrir vöruhús. Hafðu samband við sölumann og kynntu þér þína möguleika.

Fá tilboð

Umhverfisvænir, hagkvæmir, áreiðanlegir og endingargóðir rafmagnslyftarar

Rafmagnslyftararnir frá CAT eru hljóðlátur og umhverfisvænn kostur sem henta fyrir alls kyns vörumeðhöndlun. Rafmagnslyftarar á borð við CAT® EP16-20A(C)N línuna eru aðallega hannaðir til notkunar innandyra og fullkominn kostur fyrir alls konar meðferð á farmi, allt frá því að lyfta vörum í og úr hillum í að flytja farm á mill svæða.

Þessi rótgróni rafmagnslyftaraframleiðandi býður upp á kosti á borð við:

Rafmagnslyftararnir nýtast á ýmsa vegu

Rafmagnslyftararnir eru upplagðir fyrir lagerstörf því þeir eru bæði snöggir og auðvelt að stýra þeim. Þetta á sérstaklega við um þriggja hjóla rafmagnslyftarana á borð við EP14-20A(C)NT sem eru með mjög þröngan snúningsradíus auk 360° stýris. Hámarkslyftihæðin er 7.0 metrar, sem gerir lyftarana ákjósanlega fyrir fjölbreytt notkunarsvið.

Í framleiðsluumhverfi henta rafmagnslyftarar einstaklega vel til að koma aðföngum eða íhlutum á framleiðslulínu eða til að fjarlægja umbúðir og aðrar aukaafurðir í framleiðslu. Þá má auk þess nota til þess að ferma eða afferma flutningsfarartæki.

Hvað greinir CAT frá öðrum rafmagnslyftaraframleiðendum?

Til þess að auðvelda þér fyrirbyggjandi og reglulegt viðhald með lágmarksbilanatíma eru CAT rafmagnslyftararnir með mikilli orkunýtni, kerfisvöktun á notkunartíma, innbyggðri  bilanagreiningu og yfirlit yfir viðvaranir í mælaborði. Að auki eru allar gerðir með innbyggðu áminningarkerfi sem hægt er að forrita þannig að viðhald sé skipulagt eftir því sem hentar vaktamynstri vinnustaðarins.

Eins og með alla CAT lyftara eru rafmagnslyftararnir byggðir til að endast. Með því að sameina seiglu og akstursþægindi við háþróaða tækni eru rafmagnslyftararnir einstaklega sveigjanlegur, hreinn og kraftmikill valkostur í stað dísel og LPG lyftara og henta til ýmissa verka innandyra sem utan.

Rafmagnslyftarar 1,4 - 5,5 tonn

3 hjóla 48 v

Bæklingur

4 hjóla 48 v

Bæklingur

EP25-35A(C)N

Bæklingur

EP40-55(C)N(H)

Bæklingur

Dísellyftarar 2,5 – 10,0 tonn

DP20-35N3 1.5-3.5t

Bæklingur

DP40-55(C)N3 4.0-5.5t

Bæklingur

DP60-100N3 6.0-10.0 t

Bæklingur

Vöruhúsalausnir

EP25-35A(C)N

Sjá nánar

EP40-55(C)N(H)

Bæklingur
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Eitthvað fór úrskeiðis