Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgðir og vöruskil

Klettur leggur mikla áherslu á stuðning við viðskiptavini komi upp galli í tæki eða bíl sem fellur undir ábyrgð. Mikilvægt er að hafa strax samband við þjónustuborð okkar svo hægt sé að staðfesta bilun, gera viðeigandi ráðstafanir og koma í veg fyrir frekari vandamál.     Dráttur á að tilkynna bilun/meintan galla getur valdið frekari skaða og/eða ógildingu ábyrgðar á biluninni/gallanum.
Íslensk neytendalög kveða á um að lögaðilar (fyrirtæki) hafi rétt til að bera fram kvörtun um galla í eitt ár (12 mánuðir) frá afhendingu hans.   Þetta gildir ekki ef seljandi hefur í ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum samningi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma undir framlengdri ábyrgð á viðkomandi tæki eða bíl.


Framlengd ábyrgð

Klettur býður kaupanda val um framlengda verksmiðjuábyrgð gegn gjaldi í vissum tilfellum og með sérstökum skilmálum.

Ábyrgð tækja og bíla sem flutt inn af öðrum en Kletti

Komi galli upp í tæki eða bíl sem Klettur er umboðsalili að sem fluttir eru inn af eiganda tækis eða bíls eða keyptir beint af öðrum mörkuðum, þá könnum við hvort kostnaður fáist bættur að hluta eða öllu leiti hjá framleiðanda. Mismuninn, ef einhver er, greiðir eigandi.

Varahlutir

Ábyrgð á varahlutum sem keyptir eru hjá varahlutaverslun Kletts eru 12 mánuðir. Komi upp galli í varahlut er einungis varahluturinn innan ábyrgðar, losun og ísetning er á kostnað eiganda.
Sérpöntuðum varahlut og rafmagns varahlutum er ekki hægt að skila.
Ef óskað er eftir að skila vöru skal hún vera í upprunalegum óskemmdum umbúðum.


Hið selda fellur úr ábyrgð ef:

  • Aðrir en starfsmenn (umboðsmenn) Kletts hafa gert við eða gert tilraun til þess að gera við það án samþykkis Kletts.
  • Verksmiðjunúmer hefur verið fjarlægt.
  • Viðhaldskröfum framleiðanda er ekki fylgt.
  • Ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar
  • Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á vöru.
  • Ef tæki reynist ekki gallað eftir athugun eða ekki er um að ræða ábyrgðarviðgerð greiðir kaupandi skoðunargjald, viðgerð , ferðatíma / flutningskostnað og uppihald ef við.


Til að fyrirbyggja ranga meðferð á hinu selda bendir Klettur viðskiptavinum sínum á að kynna sér rækilega handbækur og /eða aðrar upplýsingar sem fylgja hinu selda.

Athugið: Nánari ábyrgðaskilmálar kunna að fylgja hinu selda. Ef sérstakir nánari ábyrgðaskilmálar fylgja hinu selda gilda þeir framar þessum almennu skilmálum.