
Scania hélt áfram að styrkja stöðu sína á íslenskum markaði árið 2025 og var söluhæsti vörubíll landsins í flokki vörubíla 16 tonna og stærri. Samkvæmt skráningartölum hefur Scania ekki aðeins náð forystu þetta ár, heldur verið mest selda vörubílamerkið á íslandi í þessum flokki síðustu 25 ár.
Markaðshlutdeild Scania nam 49% árið 2025. Á síðustu þremur árum hafa yfir 100 nýir Scania vörubílar verið skráðir árlega hér á landi, sem endurspeglar traust viðskiptavina, stöðuga eftirspurn og góðan vöxt í afhendingum til flutningsaðila, verktaka og annarra atvinnurekenda.
Við erum afar stolt af þessum árangri, og óskum öllum starfsmönnum Kletts til hamingju með áfangann og við hlökkum til að halda áfram að styðja íslenskan atvinnurekstur og þjónusta markaðinn með Scania vörubílum um ókomin ár.






.png)
