Verkstæði

Klettur býður upp á alhliða þjónustu, viðgerðir og smurþjónustu fyrir vörubíla, rútur, vinnuvélar, krana, bátavélar, gíra, loftpressur og almenn atvinnutæki. Einnig er boðið upp á smurþjónustu fyrir fólksbíla. Hjá þjónustuverkstæðum Kletts starfa um 65 fagmenn við þjónustu á bílum og tækjum. Fyrirtækið býr yfir einu fullkomnasta verkstæði landsins með 26 innkeyrsluhurðum í Klettagörðum í Reykjavík og 12 þjónustubifreiðum, þar af einum sérútbúnum smurþjónustubíl sem getur mætt á verkstað viðskiptavina hvert á land sem er og skipt um olíu, ásamt því að taka til baka alla úrgangsolíu. Klettur er jafnframt með vel útbúið verkstæði og smurstöð á Hjalteyrargötu á Akureyri ásamt 4 þjónustubifreiðum sem þjóna norðaustur hluta landsins. 

Við bjóðum meðal annars upp á

 • Bilanagreiningar
 • Hraðþjónustu
 • Forgreiningar
 • Allar almennar viðgerðir
 • Hjólastillingar
 • Viðgerðir á mengunarbúnaði
 • Ökuritaþjónustu svo sem 2 ára skoðun
 • Þjónusta á lofkælingu (AC)
 • Tjónaviðgerðir
 • Framrúðuskipti
 • Ábyrgðarviðgerðir
 • Vagna þjónustu/viðgerðir
 • Krana þjónustu/viðgerðir
 • Krókheysis þjónustu/viðgerðir
 • Vinna við ábyggingar s.s. færsla á ábyggingum, breytingar og betrum bætur.

Vöru- og hópbílaverkstæði

Á vöru- og hópbílaverkstæði Kletts færð þú alhliða þjónustu og viðgerðir fyrir þitt atvinnutæki. Okkur er mikið í mun að þú getir sinnt þinni vinnu og að stopp tíminn þinn verði sem minnstur, því erum við með þjónustuverkstæðið okkar í Klettagörðum opið frá klukkan 08:00 á morgnanna og til klukkan 23:30 á kvöldin mánudaga til fimmtudaga og frá 08:00 til 16:00 á föstudögum. Auk þess þjónustum við vagna og ábyggingar. Við höfum þjónustubílana okkar klára ef þú kemst ekki til okkar.

Vinnuvélar

Á vélaverkstæði Kletts starfar góður hópur valinkunnra manna hvort heldur sem verkefnin eru til lands eða sjós. Vélasvið Kletts býr yfir fullkomnu vélaverkstæði ásamt sérbúnum þjónustubifreiðum og vel menntuðu starfsliði. Vélaverkstæðið hefur yfir að ráða sérútbúnum þjónustubifreiðum fyrir vegaaðstoð og viðgerðir fjarri verkstæðinu.

Sjóvélar

Á vélaverkstæði Kletts starfar góður hópur valinkunnra manna hvort heldur sem verkefnin eru til lands eða sjós. Vélasvið Kletts býr yfir fullkomnu vélaverkstæði ásamt sérbúnum þjónustubifreiðum og vel menntuðu starfsliði.

Loftpressur

Hjá Kletti er mikil reynsla í að þjónusta og viðhalda loftkerfum. Við setjum upp og þjónustum loftkerfið þitt alla leið svo sem:
- Þjónusta, þjónustuskoðanir og olíu og síuskipti
- Viðgerðir
- Uppsetning á loftpressum og loftstöðvum
- Uppsetning á loftlögnum.

Kranar og vökvakerfi

Við hjá Kletti höfum víðatæka þekkingu og erum vel tækjum búnir til að þjónusta krana, krókeysi og öll vökvakerfi svo sem:
- HIAB og EFFER krana.
- Multilift (HIAB) og JOAB krókheysi
- NORBA og JOAB sorphirðubúnað.

Við höfum áralanga reynslu í hönnun og ísetningu á vökvakerfum svo sem:
- Snjótannabúnað
- Sturtubúnað
- Gámalyftur

Klettur Norðurland

Klettur Norðurland opnaði á Akureyri árið 2018 en þar er rekin varahlutaverslun og þjónustuverkstæði. Opnunartími er alla virka daga frá klukkan 08:00 til 17:00.
Klettur Norðurland

Viðurkenndir þjónustuaðilar

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Eitthvað fór úrskeiðis

Verkstæði

Klettur býður upp á alhliða þjónustu og smur fyrir fólksbíla, vörubíla, rútur, vinnuvélar, krana, bátavélar, gíra, loftpressur, landbúnaðartæki og almenn atvinnutæki. Lengri opnunartími á mánudögum til fimmtudags frá kl. 08:00-23:30.

Skoða nánar

Smurþjónusta

Klettur býður upp á smurþjónustu fyrir öll atvinnutæki og fólksbíla í Klettagörðum 8-10. Auk smur- og hjólbarðaþjónustu erum við með rafgeyma, rúðuþurrkur, rúðuvökva, ljósaperur og flest annað sem þurfa gæti.

Skoða nánar