SCANIA vörubílar

Scania

Scania vörubílar eru þekktir fyrir einstök þægindi, framúrskarandi aksturseiginleika og ekki síst lága eldsneytisnotkun. Scania er einnig leiðandi þegar kemur að þróun á nýorkulausnum með breiðasta val á vélum fyrir mismunandi orkugjafa. Óháð því hvort verið er að endurnýja flota eða einn stakan Scania bíl þá getum við sett upp útfærslu á fullbúnum bíl og þjónustu þannig að þú getir sinnt þinni þjónustu á bestan hátt.

HIAB

Hiab er leiðandi á heimsvísu á búnaði fyrir vörumeðhöndlun , til ásetningar á vörubíla. Sem brautryðjandi í greininni með 75 ára reynslu, er áhersla og staðfesta að veita viðskiptavinum hámarksþjónustu og vera leiðandi til framtíðar í þróun á hátækni búnaði til vörumeðhöndlunar.

Langendorf

Langendorf er hágæða framleiðandi á pöllum og vögnum til ýmissa nota. Fyrirtækið er hluti af Weilton group.

Joab

JOAB er virtur framleiðandi í Svíþjóð sem við erum búnir að vera í góðu samstarfi í yfir 20 ár. JOAB hefur verið brautryðjandi í framleiðslu á gámakrókum og tengdum búnaði til margra ára.

Närko

Närko er hágæða framleiðandi frá Finnlandi á vörukössum, vögnum og gámagrindum

Specialkarosser

Specialkarosser AB eða SKAB eins og fyrirtækið er gjarnan nefnt  er virtur sænskur framleiðandi á pöllum og ábyggingum á vörubíla.

Zetterbergs

Zetterbergs  er virtur sænskur framleiðandi á pöllum, og ábyggingum á vörubíla.

Sörling

Sörling er virtur sænskur framleiðandi á pöllum, vögnum og ábyggingum á vörubíla.

Gesink Norba

Gesink Norba framleiðir sorphirðubúnað sem er íslendingum vel kunnugur enda búnaðurinn verið sá algengasti hér á landi