Tæknisvið

Klettur veitir tæknilegar upplýsingar til eigenda og þjónustuaðila vegna bifreiða og tækja sem fyrirtækið hefur umboð fyrir.

Ef viðskiptavinir óska eftir að tæknimenn Kletts útvegi þeim tækniupplýsingar þá er sú þjónusta fúslega innt af hendi í gegnum tölvusamskipti, síma eða TeamViewer. Gjaldið sem tekið er fyrir þessa þjónustu fer eftir þeim tíma sem fer í að afla upplýsinganna (þó aldrei minna en það sem nemur einum tíma) og gjaldskrá verkstæðis á hverjum tíma auk virðisaukaskatts.

Sendu okkur fyrirspurn með ósk um tæknilegar upplýsingar á netfangið tech@klettur.is eða hringdu í móttöku okkar í síma 590 5200 sem kemur þér í samband við sérfræðinga okkar.​

Handbækur og tæknigögn

Kennslumyndbönd

Verkstæði

Klettur býður upp á alhliða þjónustu og smur fyrir fólksbíla, vörubíla, rútur, vinnuvélar, krana, bátavélar, gíra, loftpressur, landbúnaðartæki og almenn atvinnutæki. Lengri opnunartími á mánudögum til fimmtudags frá kl. 08:00-23:30.

Skoða nánar

Smurþjónusta

Klettur býður upp á smurþjónustu fyrir öll atvinnutæki og fólksbíla í Klettagörðum 8-10. Auk smur- og hjólbarðaþjónustu erum við með rafgeyma, rúðuþurrkur, rúðuvökva, ljósaperur og flest annað sem þurfa gæti.

Skoða nánar

Klettur nýr umboðsaðili Finlay á Íslandi

Nýlega tók Klettur við umboðinu fyrir Finlay. Finlay er eitt af leiðandi fyrirtækjum á sínu sviði, þeir sérhæfa sig í þróun og framleiðslu á færanlegum brjótum, hörpum og færiböndum. Ístak fékk nýlega afhent fyrsta tækið frá Kletti, það er forbrjótur J1175E Hybrid sem bæði getur gengið fyrir diesel og rafmagni, ef landtenging er fyrir hendi.

Scania kynnir nýja hybrid-lausn fyrir báta og minni skip

Hybrid-kerfið sem Scania hefur þróað, samanstendur af háþróaðri dísilvél og rafmótor sem tryggir allt að 92% minni losun á CO2. Ef aðeins er keyrt á rafmótor er losun um 98% minni.

Fyrsti nýskráði vörubíllinn hjá nágrönnum okkar í Hafnarfirði.

Í gær skráðum við fyrsta vörubílinn í nýrri skoðunarstöð Frumherja að Einhellu 1a í Hafnarfirði. Þjónustumiðstöð okkar þar mun brátt opna dyrnar fyrir viðskiptavinum og ríkir mikil tilhlökkun.

Fimm atriði til að auka arðsemi þína

Innbyggð vigtakerfi eru lykillinn að sparnaði í efniskostnaði. CAT Payload er vigtakerfi sem er innbyggt í hjólaskóflur, beltagröfur, búkollur og grjóttrukka.

Scania verðlaunað fyrir sjálfbæra, rafknúna vörubíla

Scania hefur hlotið hin virtu verðlaun European Transport Award í flokknum „Rafknúnir vörubílar“ á grundvelli sjálfbærnisjónarmiða þeirra.

Kristján Már tekur við sem forstjóri Kletts

Skeljungur, dótturfélag Skeljar fjárfestingarfélags, gekk formlega frá kaupunum á Kletti – sölu og þjónustu ehf. í dag og tók Kristján Már Atlason við sem forstjóri félagsins. Samhliða tók Skel fjárfestingafélag yfir Klettagarða 8-10 ehf., félaginu sem á og rekur húsnæðið sem hýsir hluta af starfsemi Kletts.