Tæknisvið

Klettur veitir tæknilegar upplýsingar til eigenda og þjónustuaðila vegna bifreiða og tækja sem fyrirtækið hefur umboð fyrir.

Ef viðskiptavinir óska eftir að tæknimenn Kletts útvegi þeim tækniupplýsingar þá er sú þjónusta fúslega innt af hendi í gegnum tölvusamskipti, síma eða TeamViewer. Gjaldið sem tekið er fyrir þessa þjónustu fer eftir þeim tíma sem fer í að afla upplýsinganna (þó aldrei minna en það sem nemur einum tíma) og gjaldskrá verkstæðis á hverjum tíma auk virðisaukaskatts.

Sendu okkur fyrirspurn með ósk um tæknilegar upplýsingar á netfangið tech@klettur.is eða hringdu í móttöku okkar í síma 590 5200 sem kemur þér í samband við sérfræðinga okkar.​

Verkstæði

Klettur býður upp á alhliða þjónustu og smur fyrir fólksbíla, vörubíla, rútur, vinnuvélar, krana, bátavélar, gíra, loftpressur, landbúnaðartæki og almenn atvinnutæki. Lengri opnunartími á mánudögum til fimmtudags frá kl. 08:00-23:30.

Skoða nánar

Smurþjónusta

Klettur býður upp á smurþjónustu fyrir öll atvinnutæki og fólksbíla í Klettagörðum 8-10. Auk smur- og hjólbarðaþjónustu erum við með rafgeyma, rúðuþurrkur, rúðuvökva, ljósaperur og flest annað sem þurfa gæti.

Skoða nánar

Kristján Már tekur við sem forstjóri Kletts

Skeljungur, dótturfélag Skeljar fjárfestingarfélags, gekk formlega frá kaupunum á Kletti – sölu og þjónustu ehf. í dag og tók Kristján Már Atlason við sem forstjóri félagsins. Samhliða tók Skel fjárfestingafélag yfir Klettagarða 8-10 ehf., félaginu sem á og rekur húsnæðið sem hýsir hluta af starfsemi Kletts.

Nýtt Scania Driver app

Nú á dögunum kynnti Scania nýtt Scania Driver app sem gerir þér kleift að fjarstýra olíumiðstöðinni í stýrishúsinu þannig að hitastigið sé gott og þægilegt áður en þú ferð inn.

CAT og SCANIA markaðsleiðandi

Árið 2022 hefur verið eitt besta ár Kletts frá upphafi. CAT og Scania eru markaðsleiðandi á sínum sviðum og hefur hjólbarðasalan aldrei verið meiri og hefur hún margfaldast á undanförnum árum.

Klettur á Bauma 2022

Velheppnaðri Bauma sýningu lauk í síðustu viku þar sem starfsmenn Kletts tóku á móti stórum hópi viðskiptavina. Bauma er ein stærsta vinnuvélasýning í heimi sem haldin er í Þýskalandi og fer fram þriðja hvert ár.

Fjarniðurhal af ökuritum og ökumannskortum

Klettur býður viðskiptavinum sínum upp á fjarniðurhal af ökuritum og ökumannskortum. Í nútíma samfélagi er skilvirkasta leiðin til að meðhöndla ökuritagögn að gera ferlið eins sjálfvirkt og mögulegt er.

Allir öruggir heim 2022

Klettur ásamt öðrum góðum aðilum tók þátt í verkefninu „Allir öruggir heim 2022“ þar sem 9.000 endurskinsvestum er dreift í alla leik- og grunnskóla á landinu til að nota í vettvangsferðum barna.