Varaafl og UPS búnaður

Klettur býður gott úrval af varaaflstöðvum og UPS búnaði sem eru mikilvægar fyrir aðila sem mega ekki við því að lenda í straumrofi. Við bjóðum upp á ýmsar stærðir og útfærslur af CAT rafstöðvum  frá 10 KVA til 3350KVA og í ýmsum útfærslum, Einnig bjóðum við núna UPS búnað frá Piller í Þýskalandi fyrir t.d. gagnaver (netþjónabú), banka, sjúkrahús, samskiptafyrirtæki og aðra sem ekki mega lenda í straumrofi. Við bjóðum einnig Perkins og Scania vélar af ýmsum stærðum fyrir iðnað, rafmagnsframleiðslu og sem hjálparvélar sem og gufuaflstúrbínur frá Mitsubishi Power systems ásamt varahlutum fyrir virkjanir.

CAT

Caterpillar hefur verið framleiðandi á rafstöðvum síðan um 1930. Þeir hafa lagt sig eftir því að vera ávalt með fyrsta flokks gæði og að stöðvarnar uppfylli alla staðla og kröfur sem gerðar eru á hverjum tíma. Í dag bjóðum við ýmsar stærðir og útfærslur af rafstöðvum frá CAT ásamt varahluta og viðgerðarþjónustu.

Perkins

Saga perkins nær aftur til 1932 en þá hófu tveir frumkvöðlar Frank Perkins og Charles Chapman  að framleiða vélar, síðan hefur mikil þróun átt sér stað og í dag eru Perkins vélar framleiddar víðsvegar í heiminum sem bílvélar, vélar í tæki og búnað ásamt hjálparvélar við ýmsan búnað. Við bjóðum allar stærðir af Perkins vélum ásamt varahluta og viðgerðarþjónustu.

Piller

Klettur hóf samstarf við Piller árið 2020. Saga Piller´s hefst í Þýskalandi árið 1909. En þeir hafa alla tíð framleitt búnaðinn sjálfir og nota eingöngu búnað frá Evrópu í sína framleiðslu. Þeir bjóða uppá ýmsar stærðir af UPS búnaði búnað með rafhlöðum sem er vel þekkt hér á landi og snúningshjóli svokölluðu „flywheel UPS“.

ZF gírar og stjórntæki

ZF framleiðir mikið úrvar af gírum, þá er hægt að fá frá 10kW til 10000kW og í mismunandi útfærslum.

Önnur vörumerki

Mekanord niðurfærslugírar og skrúfubúnaður. Ýmsar stærðir.Hamilton-Jet: Ýmsar stærðir af Jet búnaði fyrir t.d. björgunarbáta.