Nýtt Scania Driver app

Nýtt Scania Driver app – nýi besti vinur ökumannsins

Nú á dögunum kynnti Scania nýtt Scania Driver app sem gerir þér kleift að fjarstýra olíumiðstöðinni í stýrishúsinu þannig að hitastigið sé gott og þægilegt áður en þú ferð inn. Appið býður upp á fleiri eiginleika eins og að skoða lykilgögn ökutækisins, gera athuganir fyrir brottför sem eru sendar sjálfkrafa í My Scania og skoða aksturstímayfirlit.

Hægt er að nálgast appið í iOS App Store og Google Play Store.


Aðrar fréttir