Ný björgunarskip Landsbjargar

Slysavarnarfélagið Landsbjörg á og rekur 13 stór björgunarskip sem staðsett eru um allt land. Árið 2017 hófst undirbúningur við smíði nýrra björgunarskipa hjá Kewatec í Finnlandi og var fyrsta skipið, Þór, afhent haustið 2022. Núna eru þrjú skip komin í rekstur sem bjóða upp á einstök afköst og áreiðanleika.

Öflug drifkerfi frá Scania

Hvert skip er útbúið tveimur 750 hestafla dísilvélum frá Scania, sem samanlagt skila 1.500 hestöflum. Auk þess eru skipin með ZF gírbúnaði og Hamilton Jet-drifum, sem auka stjórnhæfni og árangur í björgunaraðgerðum. Þetta öfluga drifkerfi tryggir að  skipin standist krefjandi verkefni á sjónum, en björgunarskipin sinna allt að 100 verkefnum á ári.

Þyrluæfing með Slysavarnaskóla sjómanna 🚢

Við hjá Kletti fengum að fara með Landsbjörg á æfingu til að sjá þessi nýju skip í verki. Á æfingunni kom skýrt fram hversu vel þessi nýja tækni og kraftur stuðla að öruggari og skilvirkari björgunaraðgerðum. Með þessum nýju björgunarskipum er Landsbjörg betur í stakk búið til að sinna sínu mikilvæga starfi við að tryggja öryggi sjófarenda um land allt.

Það er mikill heiður fyrir okkur að taka þátt í þessu verkefni og óskum við Landsbjörg til hamingju með nýju skipin og vonum að þau reynist vel.

Aðrar fréttir