CAT á Bauma 2019

Aldrei fleiri ný CAT módel kynnt á Bauma en nú í ár

Eins og kunnugt er hefur CAT verið í forystu á sviði tækibúnaðar í vinnuvélum beint frá verksmiðju og hvað varðar tengingu vélanna við skrifstofuna. Þar má nefna CAT ACCUGRADE 2D og GPS 3D sem gjörbreytti landslaginu á verksvæðum varðandi tímasparnað, efnissparnað, olíusparnað, sparnað við mælingar og jók öryggi mælingar manna. CAT heldur áfram að bjóða upp á spennandi nýjungar og núna í ár á Bauma verða um 20 ný model kynnt, sem eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Flestar þessara véla eru með nýrri tækni um borð sem eykur sérstöðu CAT á markaðnum. Kynntar verða gröfur og hjólaskóflur sem eru einungis knúnar af rafmagni og farið verður yfir 20 ára reynslu Caterpillar í sjálfkeyrandi og fjarstýrðum vélum á CAT básnum sem er staðsettur í Höll B6.

CAT D6 XE heimsins fyrsta hábelta Hybrid ýtan

CAT hefur verið brautryðjandi í hybrid vélum, eru það vélar sem eru merktar (XE) í Premium línunni og eru þær allar útbúnar eldsneytissparandi búnaði. Í ár verður ein slík kynnt til sögunnar, CAT D6 XE, sem er fyrsta hábelta Hybrid ýtan. CAT D6 XE er byggð á sama grunni og CAT D7E, sem var fyrsta ýtan keyrð af rafmóturum. CAT D6 XE er hins vegar hábelta vél með mun þróaðari tækni og búnaði. Með notkun rafmótara er nýtni orkunnar mun meiri og næst allt að 35% eldsneytissparnaður. Stiglaus skipting gerir það einnig að verkum að vélin er fljót að ná upp hraða sem eykur afköst til muna. Hreyfanlegir hlutir í vinnuvél sem keyrð er af rafmóturum eru margfalt færri heldur en í vélum með hefðbundinni drifrás, sem fækkar slitflötum og lækkar viðhaldskostnað vélanna. Jafnframt er D6 XE vélin er útbúin nýjasta GPS búnaðinum CAT GRADE og hattar eru ekki lengur á tönn heldur á húsi vélarinnar. Einnig eru komnir möguleikar eins og AUTO CARRY sem gerir það að verkum að vélin skynjar fyrirstöðu og annaðhvort léttir hún þá á hlassi eða gírar niður. AUTO RIPPER gerir slíkt hið sama.

Spennandi og óvæntar nýjungar kynntar á Bauma

Núna á Bauma verður kynnt ný viðbót við þá tækni sem er í boði í dag í CAT NEXT GEN HEX sem kemur á óvart. Þessi nýjung verður kynnt við CAT 320 gröfuna hjá CAT í Höll B6. En Caterpillar NEXT GEN HEX hafa að staðalbúnaði gríðarlega mikla tækni um borð t.d.:

 • 2D dýptarmæli með AUTO
 • Fullkomið og mjög nákvæmt vigtarkerfi
 • Rafræna öryggis girðingu á sex vegu
 • Forritanlegri snúnings stöðvun til beggja hliða

Þar að auki er hægt að bæta við fullkomnu 3D GPS ofan á sem valbúnaði við pöntun á vél eða eftir á frá umboðsaðila Trimble á Íslandi.  Með háþróuðu glussa- og kælikerfi vélanna, hefur tekist að minnka eldsneytis notkun um allt að 25% og viðhaldskostnað um allt að 22%. Það verður því spennandi að sjá hvaða nýjungar CAT mun kynna á Bauma.

Það sem verður einnig kynnt á Bauma í ár:

Tæknin um borð í vélunum.

Tengingar við skrifstofuna og úrvinnsla safnaðra gagna frá vélunum. Gögn frá:

 • CAT Payload (Vigtarferfinu)
 • CAT Grade vélstýringunum
 • CAT Compact valtarakerfinu

Tengiforrit við vélarnar

 • VisionLink
 • Cat.Com
 • Cat App.

Annar búnaður og fylgihlutir:

 • Nýjar línur í aukahlutum frá CAT WORK TOOLS þar má nefna GC línu af fleygum, CAT TRS Rototilt.
 • Nýr Locator á verkfæri PL161, sem gefur vélinni til kynna hvaða verkfæri er á vélinni, sýnir tímafjölda á notkun og staðsetningu á verkfærum þar sem þau voru síðast skilin eftir.
 • Mjög fullkomin og vel ballandseruð Demolition skæri.
 • Nýr CAT Multi-Processors (Brotkjaftur) útskiptanlegir kjaftar með mjög hraðan opnunartíma og með mikinn brotkraft.
 • Skóflur og fylgihlutir verða til sýnis á vélunum og nýtt tannarsystem á skóflum til sýnis.

Sjá fleiri fréttir