Scania 540 S vörubíllinn vinnur með yfirburðum í samanburðarprófunum

Síðasta haust var Scania með í tveimur samanburðarprófunum í Þýskalandi sem skipulagðar voru af evrópskum viðskiptatímaritum. Niðurstöður 1000 punkta prófsins (þýs. 1000 Punkte Test) og European Truck Challenge (ETC) hafa nú verið opinberaðar og Scania 540 S vörubíllinn vann þær báðar með nokkrum yfirburðum.

„Að vinna þessi samanburðarpróf er enn ein staðfestingin á leiðandi stöðu Scania á markaði,“ segir Stefan Dorski, forstjóri Scania Trucks. „Þegar sjálfstæðir og reyndir blaðamenn yfirfara alla helstu þætti á vörum okkar með vísindalegum aðferðum og bera saman við keppinauta okkar, segja niðurstöðurnar sögu sem er mjög viðeigandi fyrir mögulega kaupendur vörubíla.”

1000 punkta prófið og ETC prófið eru meðal virtustu samanburðarprófa fyrir stóra vörubíla á markaði í heiminum. Þau eru skipulögð af þýskum viðskiptatímaritum með þátttöku reyndra blaðamanna frá fleiri löndum. Eiginleikar stjórnklefa á borð við umhverfi ökumanns, svefnaðstöðuþægindi og hljóðeinangrun eru metnir, auk annarra þátta á borð við vinnslu á vegi, gírskiptingu og þjónustugetu. Vörubílarnir eru keyrðir meira en 300 km á ólíkum gerðum þjóðvega með fínstilltum eldsneytismælibúnaði til þess að staðfesta raunverulega eldsneytisnotkun eins nákvæmlega og hægt er. Hver þáttur fær síðan einkunn sem tekið er tillit til í lokaeinkunn hvers vörubíls.

„Við fáum hæsta heildareinkunn í báðum þessum prófum en ég er persónulega stoltastur af því að bíllinn okkar er með lægstu eldsneytisnotkun en samt sem áður með hæstan meðalhraða,“ segir Dorski. „Það sýnir áskapaða skilvirkni Scania í flutningum. Viðskiptavinir njóta ekki bara góðs af þessari frábæru niðurstöðu heldur er hún líka til marks um framlag okkar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum vegna koltvísýringslosunar sem heimurinn stendur frammi fyrir.“

1000 punkta prófið, sem skipulagt er af Michael Kern, er birt í nokkrum viðskiptatímaritum, þ.á.m. Lastauto Omnibus. ETC prófið, sem skipulagt er af Hans-Jürgen Wildhage, er birt í KFZ Anzeiger og nokkrum öðrum tímaritum. Í 1000 punkta prófinu, sem haldið var í október 2020, tóku þátt auk Scania 540 S, MAN TGX 18.510 BLS og Mercedes Actros 1853 LS. Í ETC prófinu tóku þátt auk Scania 540 S, DAX XF 530, MAN TGX 18.510 BLS og Mercedes Actros 1853 LS. Öllum stóru evrópsku framleiðendunum var boðið í bæði prófin.


Upprunalega frétt frá Scania má sjá hér.

Aðrar fréttir