Metár hjá Kletti í afhendingum á Scania vörubílum

Scania var mest seldi vörubíllinn á Íslandi árið 2023, í flokki vörubíla 16 t. og stærri (vörubílar II) með 36% markaðshlutdeild eða 106 bíla. Volvo kemur þar á eftir með 31% eða 90 bíla, Benz með 17% eða 50 bíla og MAN með 12% eða 36 bíla. Síðastliðin 24 ár í röð hefur Scania verið markaðsleiðandi hér á landi og erum við afar stolt af þeim árangri. Nánast allir bílarnir hérlendis eru afhentir fullútbúnir til notkunar með hvers konar ábyggingu og má þar helst nefna: vörukassa frá SKAB og Närko, HIAB hleðslukrana, gámakróka frá Joab eða Multilift og efnispalla frá Sörling, Zetterbergs og Langendorf. Einnig bjóðum við malarvagna, vélarvagna og sérútbúna steypueiningavagna frá þeim.

Fyrst og fremst er það okkar frábæra starfsfólk ásamt tryggum viðskiptavinum sem má þakka fyrir þennan frábæra árangur. Við í Kletti erum afar spennt fyrir komandi ári með Scania þar sem gæði, sjálfbærni og stafrænar lausnir eru í forgrunni.

 

Scania verðlaunuð fyrir sjálfbæra, rafknúna vörubíla

Scania hefur verið leiðandi í þróun sjálfbæra lausna sem skila bestum árangri bæði fyrir umhverfið og rekstur. Nýverið var Scania verðlaunuð fyrir sjálfbæra, rafknúna vörubíla. Nýjustu rafknúnu vörubílarnir frá Scania eru hugsaðir til svæðisbundinnar notkunar og ráða yfir allt að 370 kílómetra drægni miðað við 40 tonna vagnlest. „Það er ánægjulegt að sjá að Scania er að taka til sín viðurkenningar fyrir metnaðarfulla þróun á rafknúnum vörubílum (BEV) enda er mikil áhersla lögð á gæði íhluta og sjálfbærni. Scania kynnir nú næstu kynslóð af rafbílum sem hugsuð er fyrir lengri leiðir og meiri vagnlest eða allt að 64 tonn“ segir Bjarni Arnarson framkvæmdastjóri söludeildar Kletts.

 

MyScania verðlaunað sem besta flotastjórnunarkerfið

MyScania var valið sem besta flotastjórnunarkerfið á German Telematics Award 2024. Verðlaunin undirstrika skuldbindingu Scania til stafrænnar nýsköpunar og sjálfbærni í samgöngumálum. „MyScania flotastjórnunarkerfið er frábær lausn fyrir bílstjóra og stjórnendur til að fylgjast með daglegum rekstri á bílaflotanum sínum,“ segir Sigurjón Örn Ólafsson, þjónustustjóri Scania hjá Kletti. Eiginleikar MyScania bjóða meðal annars upp á snöggan aðgang að upplýsingum um ökutækið og virkni ökumanns, sjálfvirkt niðurhal á hraðamælisgögnum með stillanlegu millibili, brottfararstýring í gegnum Scania Driver App, greining á akstursstíl og þjónustuáætlanir.

Aðrar fréttir