Klettur nýr umboðsaðili Finlay á Íslandi

Nýlega tók Klettur við umboðinu fyrir Finlay sem selur meðal annars grjótmulningsvélar. Finlay er eitt af leiðandi fyrirtækjum á sínu sviði, þeir sérhæfa sig í þróun og framleiðslu á færanlegum brjótum (kjaft- kón- og kastbrjótum), hörpum og færiböndum.

 

Finlay á sér yfir 60 ára sögu frá því stofnandinn John Finlay hóf að þróun og framleiðslu þessarar tækja. Fyrirtækið er þekkt fyrir áherslu á gæði og nýjungar og er búnaður þeirra hannaður til að vera öruggur, endingargóður og hagkvæmur sem gerir þá að vinsælum kosti fyrir viðskiptavini.

 

Finlay notar CAT og Scania aflvélar til að knýja stærri tækin og Perkins fyrir þau minni. Þetta val Finlay á aflvélum fellur einstaklega vel að okkur þar sem Klettur er umboðs- og þjónustuaðili fyrir þessi vörumerki.

 

Ístak fékk nýlega afhent fyrsta tækið frá Kletti, það er forbrjótur J1175E Hybrid sem bæði getur gengið fyrir diesel og rafmagni, ef landtenging er fyrir hendi.  

 

Viðtal við Hjálm Sigurðsson, framkvæmdastjóra mannvirkja hjá Ístak.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Snorra Árnason, sölustjóra, í s: 590 5130 eða sa@klettur.is

Aðrar fréttir