Klettur er framúrskarandi fyrirtæki 2022

Við erum afar stolt af því að vera talið Framúrskandi fyrirtæki áttunda árið í röð samkvæmt greiningu Credit Info.

Klettur er í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja árið 2022. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Án okkar frábæra starfsfólks og viðskiptavina væri þetta ekki hægt og þökkum við kærlega fyrir.

Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmt
  • Hefur skilað ársreikningi til RSK síðustu þrjú ár
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
  • Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 10 milljarða þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
  • Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár
  • Ársniðurstaða jákvæð síðustu þrjú ár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
  • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár

Aðrar fréttir