Klettur á Bauma 2022

Velheppnaðri Bauma sýningu lauk í síðustu viku þar sem starfsmenn Kletts tóku á móti stórum hópi viðskiptavina. Bauma er ein stærsta vinnuvélasýning í heimi sem haldin er í Þýskalandi og fer fram þriðja hvert ár. Sem fyrr var áhersla CAT ásamt umboðsaðilum sínum: Lægsti kostnaður miðað við hvert flutt tonn.

Spennandi nýjungar

Á CAT básnum voru sýndar margar vélar frá CAT eða yfir 70 vélar, allt frá lítilli 1.8 tonna 301.8 beltagröfu til 106 tonna CAT 992 hjólaskóflu. Helstu nýjungar hjá CAT voru vinnuvélar knúnar af lithium rafhlöðum, þetta voru CAT 301.9 & 320 beltagröfur og CAT 906 & 950GC hjólaskóflur. Þessar vélar eru væntanlegar í framleiðslu og sölu árið 2024/2025. Einnig var jarðýtan CAT D6XE með dísel/rafmagns driflínu til sýnis en Klettur hefur afhent nokkrar slíkar vélar nú þegar. Óhætt er að segja að þær hafi slegið í gegn og orðspor þeirra á markaðnum er að þar fari saman skemmtileg afkastavél með minni eldsneytiseyðslu en sést hefur á markaðnum áður. Einnig má til gamans geta að á básnum stóð CAT 986K XE hjólaskófla sem er med dísel/rafmagns driflínu sem lækkar kostnað per tonn um 20% miðað við vélar með „std“ driflínu. Fyrsta svoleiðis vélin er væntanleg til landsins síðar á árinu.

Skilvirkar þjónustulausnir

Ásamt ýmsum tækjum og vélum kynnti CAT margar tæknilausnir sem gera viðskiptavinum kleift að fylgjast með, sjálfvirknivæða og stjórna tækjum til að lækka kostnað, bæta framleiðni og hámarka nýtingu flotans. CAT Technology sem eru skýjatengd forrit eins og MY.CAT.COM, VisionLink og CAT Productivity sem auðvelt er að innleiða og veitir heildaryfirsýn yfir notkun og nýtingu tækja og flota. Tólin veita mikið af samþættum og hagnýtum upplýsingum til eigenda til að greina árangur og bæta framleiðni ásamt því að fylgjast með lausagangi og komast þannig hjá óþarfa vinnustundum og eldsneytisneyslu. Jafnframt einfalda þessar lausnir allt utanumhald varðandi viðhald og viðhaldsskráningar og veitir þjónusaðilum þann kost að geta veitt fjarstýrða (e. remote)  bilanaleit.  En hún felur í sér að þjónustuaðilar CAT geta tengst vélum til að uppfæra rekstrarhugbúnað, greina bilanakóða og prófa virkni og þar með mætt undirbúnir á staðinn með rétta varahluti sem eykur skilvirkni, styttir niðurtíma tækis og lækkar kostnað. Klettur er nú þegar með 270 tæki tengd við MY.CAT.COM og 50 tæki eru síðan tengd við VisionLink.

Á sýningunni var að finna CAT Command Station sem gerir aðilum kleift að stýra tækjum á öruggan og fjarlægan hátt annaðhvort nálægt vinnusvæðum eða í mörgum kílómetrum í burtu. Á myndinni fyrir neðan má meðal annars sjá Böðvar Breka Guðmundsson frá Afrétting og heflun stýra gröfu á sýningunni sem staðsett er hjá Caterpillar í Malaga ásamt fleiri myndum frá Bauma.

Starfsmenn Kletts þakka öllum sem áttu leið hjá um standinn fyrir komuna.

Böðvar Breki Guðmundsson að stjórna beltavél sem staðsett er á Malaga í gegnum remote tengingu frá Bauma.

Certified Rebuild programs

Sveinbjörn fyrir framan 395 sem er 94,2 tonn með 18 L,  543 hp  C18 mótor.

Caterpillar 950 GC 18.85 tonna rafmagnsvél

Rafhlöðurnar sem notaðr verða í raflausnum Caterpilar eru 48V (32 kWh), 300V (64 KWH) og 600V (64 kWh).  Áætlað er að hver rafhlaða verði með  fjarskipta- og eftirlitsbúnað sem tryggir  að hún virki rétt og á skilvirkan hátt.

Aðrar fréttir