G Hjálmarsson fjárfestir í snjómoksturstækjum.

Á myndinni sem tekin er við afhendingu er frá vinstri: Hjálmar Guðmundsson frá G Hjálmarssyni, Vilmundur Theodórsson frá Kletti og Guðmundur Snorri Guðmundsson frá G Hjálmarssyni.

Á dögunum fékk G Hjálmarsson á Akureyri afhent síðasta verkfærið í pakka sem samanstóð af eftirfarandi:

CAT 962M hjólaskófla, með ISO vökvahraðtengi, fjöðrun á gálga, auka vökvaúttaki, smurkerfi, LED ljósapakka og bakkmyndavél, Innbyggðri vigt frá CAT og „intelligent“ joystick stýri sem er vottað fyrir akstur á vegum á fullri ferð og gerir það að verkum að ekki þarf stýri í tækið.

Einnig er gleðilegt að kynna nýtt vörumerki hjá Kletti en það er Siljum, sænskur framleiðandi af vængjaskóflum og fjölplógum.

G Hjálmarsson fjárfesti i Siljum vængjaskóflu D-edition og upphækkun sem gerir hana um 6-7m3 að stærð. Á Siljum vængjaskóflunum eru einkaleyfi á fjöðruninni á vængjunum. Einnig eru tveir gaskútar og víxlblokk á lögnunum til að verja vökvakerfið fyrir yfirálagi ásamt endaslagsdempun á tjökkunum.

Hitt Siljum tækið var svo Siljum MP5000 X-line Heavy Duty vængjaplógur sem er með tvo vængi og 5,5 metra haf í sínu breiðasta.

G Hjálmarsson er rúmlega 40 ára gamalt fyrirtæki þar sem Guðmundur Hjálmarsson byrjaði innan við tvítugt með 1x D7 Caterpillar jarðýtu. Frá byrjun hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og nánast allur floti fyrirtækisins verið Caterpillar og Scania. Fyrirtækið hefur alltaf lagt áherslu á að nota aðeins bestu tækin og að þjónustan sé til að treysta á. Tækin hjá fyrirtækinu eru gríðarlega vel um hirt þannig að tekið er eftir enda er oft sagt að umgengni lýsi fyrirtækjum best. Nú er svo þriðja kynslóðin farin að vinna hjá fyrirtækinu þannig að framtíðin er sannarlega björt.


Aðrar fréttir