Fjarniðurhal af ökuritum og ökumannskortum

Klettur býður viðskiptavinum sínum upp á fjarniðurhal af ökuritum og ökumannskortum. Í nútíma samfélagi er skilvirkasta leiðin til að meðhöndla ökuritagögn að gera ferlið eins sjálfvirkt og mögulegt er. Með því að vera með aðgang að Tacho pakkanum í gegnum My Scania verður ferlið bæði einfalt og skilvirkt. Þráðlaust niðurhal með fjarlestri veitir viðskiptavinum aðgang að gögnum hvar og hvenær sem er. Öll gögn eru geymd á öruggan hátt og sendar eru út sjálfvirkar áminningar hvenær niðurhal er krafist og hvenær þarf að endurnýja ökumannskort. Ekki er þörf á neinum viðbótarvélbúnaði ef bíllinn er búinn Scania comunicator. Stjórnendur fá vikulegar skýrslur með lykiltölum sendar til sín sem einfaldar yfirsýn og veitir haldbærar upplýsingar til að hámarka framleiðni. Skýrslurnar veita jafnframt greiningar á hugsanlegum lagalegum álitamálum varðandi brot, tafir, nauðsynlegar kvarðanir sem og væntanlegar endurnýjunar á ökumannskortum.

Helstu kostir þess að nýta sér fjarniðurhal af ökuritum og ökumannskortum:

 • Einfalt og sjálfvirkt ökuritaniðurhal.
 • Enginn viðbótarvélbúnaður krafist sé bíllinn búin Scania comunicator.
 • Lágmarkar líkur á broti og sektum.
 • Vikulegar skýrslur yfir frávik.
 • Örugg geymsla á gögnum.
 • Þráðlaust niðurhal með fjarlestri hvar og hvenær sem er.
 • Sjálfvirkar áminningar í gegnum tölvupóst eða SMS.
 • Samræmist stöðlum um stafræna ökurita og snjalla ökurita.
 • Gögn aðgengileg í gegnum skýjalausn.

Klettur býður viðskiptavinum sínum aðgang að Tacho pakkanum sem inniheldur:

 • Sjálfvirkt niðurhal af ökuritum. ​
 • Sjálfvirkt niðurhal af ökumannskortum.​
 • Fyrirtækjakorta hótel.​
 • Aðgangur að skýlausn.

Hafðu samband við þjónustustjóra Scania og kynntu þér málið nánar fyrir þitt fyrirtæki.

Aðrar fréttir