CAT og SCANIA markaðsleiðandi

Árið 2022 hefur verið eitt besta ár Kletts frá upphafi. CAT og Scania eru markaðsleiðandi á sínum sviðum og hefur hjólbarðasalan aldrei verið meiri og hefur hún margfaldast á undanförnum árum. Fyrst og fremst er það okkar frábæra starfsfólk ásamt tryggum viðskiptavinum okkar sem má þakka fyrir þennan frábæra árangur. Við í Kletti erum afar spennt fyrir komandi ári þar sem við ætlum að gera enn betur og bæta við þjónustuframboð okkar með nýrri þjónustumiðstöð í Hafnarfirði, mögulegri stækkun á Akureyri og fjölgun hjólbarðaverkstæða.

SCANIA mest seldi vörubíllinn

Scania var mest seldi vörubíllinn á Íslandi árið 2022, í flokki vörubíla 16 t. og stærri (vörubílar II) með 30% markaðshlutdeild eða 50 bíla. Volvo kemur þar á eftir með 29% eða 49 bíla, MAN með 20% eða 33 bíla og Benz með 17% eða 29 bíla. Síðastliðin 23 ár í röð hefur Scania verið markaðsleiðandi hér á landi og erum við afar stolt af þeim árangri. Nánast allir bílarnir hérlendis eru afhentir fullútbúnir til notkunar með hvers konar ábyggingu og má þar helst nefna: vörukassa frá SKAB og Närko, HIAB hleðslukrana, gámakróka frá Joab eða Multilift og efnispalla frá Sörling, Zetterbergs og Langendorf. Einnig bjóðum við malarvagna, vélarvagna og sérútbúna steypueiningavagna frá þeim.

CAT mest seldu vinnuvélarnar

CAT eru jafnframt mest seldu vinnuvélarnar á íslandi árið 2022 í jarðvinnuvélaflokki EA, EB, FH, GB, HV og námubíla með 22,2% markaðshlutdeild eða 51 tæki. Tæki frá CAT hafa ávallt verið á meðal söluhæstu tækja á hverju ári hér á landi allt frá 1947 síðan Klettur tók við umboði fyrir CAT. Árangur CAT má fyrst og fremst þakka þeim frábæru viðskiptavinum okkar sem hafa stólað á CAT þegar mest á reynir. Þegar áreiðanleikinn skiptir öllu máli treysta menn á CAT.

Við þökkum viðskiptavinum traustið á liðnu ári og ósk um velfarnaðar á því nýja.

Mynd: Kári Pálsson (IG: icelandic_construction)

Aðrar fréttir