Atvinnuauglýsing

Starfsmaður í smurþjónustu Kletts

Óskum eftir að ráða vanan starfsmann í smurþjónustu Kletts. Starfið felur í sér smurþjónustu og smáviðgerðir á öllum gerðum bifreiða og vinnuvéla með áherslu á vörubifreiðar.

Um er að ræða framtíðarstarf í traustu og öruggu umhverfi. Unnið er á dag- og kvöldvöktum 2/1.

Hæfniskröfur:

  • Einstaklingur vanur vinnu á smurstöð
  • Góð samskiptafærni og þjónustulund
  • Íslenskukunnátta
  • Vönduð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Stundvísi

Umsóknarfrestur er til og með 15.febrúar og umsóknir skulu berast til Sigurjóns Arnar Ólafssonar, þjónustustjóra, á netfangið soo@klettur.is

Sjá fleiri fréttir