Allir öruggir heim 2022

Allir öruggir heim 2022!

Klettur ásamt öðrum góðum aðilum tók þátt í verkefninu „Allir öruggir heim 2022“ þar sem 9.000 endurskinsvestum er dreift í alla leik- og grunnskóla á landinu til að nota í vettvangsferðum barna. Endurskinsvesti ætti að nota allt árið um kring til að auka sýnileika og öryggi barnanna til muna. Einstaklingur með endurskin sést fimm sinnum fyrr en sá sem er ekki með neitt endurskin.

Það er von að þessi gjöf verði til þess að auka öryggi barna í umferðinni.


Aðrar fréttir