Afhending á þremur tækjum til Bjössa ehf.

Stór dagur hjá Bjössa ehf. þar sem þeir Bjössi, Skúli og Haukur komu og tóku á móti þremur nýjum tækjum.

Scania G450 XT
Scania G450 XT 4 öxla bíll með Langendorf sturtupalli. Bíllinn er vel útbúinn og pallurinn með víbrara.

CAT CS44
CAT valtara CS44, 7 tonn, með tvöföldu dælukerfi, sem er einstakt þannig að það er drif á tromlu og hásingu óháð hvort öðru og gerir hann því framúrskarandi í halla og mjúku undirlagi. Tveir hraðar á þjöppubúnaðinum fyrir stór og lítil högg. Aðbúnaður fyrir ökumann er einnig gott með hallanlegu stýri, góðu sæti, bakkmyndavél og ýmsu fleiru.

CAT M316 Premium
Að lokum er það fyrsta CAT hjólagrafan sem afhent er á Íslandi af nýju kynslóðinni, CAT M316 premium (rúma 17 tonn) sem er með öllum þeim tæknibúnaði sem var kominn í nýju premium beltagröfurnar. Til að mynda frábær loftfjaðrandi stóll með hita og kælingu sem hægt er að stilla á allan mögulegan og ómögulegan hátt algjörlega óhað stöðu á joystickum sem einnig er hægt að stilla. Jafnframt ber að nefna 10″ snertiskjár með uppsetningu fyrir allt að 50 möguleika, 360gr myndavélarkerfi, LED ljósabúnaði og sjálfvirku smurkerfi. Vélin kemur standard með 2D gröfukerfi með lasermóttakara á dipper, uppfært í CAT 3D (EARTHWORKS), viktarbúnað, E-fence, joystyck stýri, fjöðrun á gálga einnig vagntengibúnaði að aftan og framan, fyrir sturtur, tvívirka vör, ljós og bremsur. Framan á dippernum eru þeir svo með CAT S60 hraðtengi með securelock, CAT TRS14 rótortilt með securelock búnaði fyrir hraðtengi undir ásamt, gripfingrum. Að endingu 2x CAT skóflur, tennta og jöfnunar.

Við eigum von á fleiri CAT premium hjólagröfum sem eru seldar. Með nýju kynslóðinni af hjólagröfunum er CAT að setja lokakaflann á stærstu uppfærslu sem hefur verið gerð á vélunum þeirra. Þannig ef sest er upp í t.d CAT 320 premium eða CAT M316 premium er uppsetning sú sama, sem gerir einfaldara fyrir vélamenn að hlaupa á milli véla.

Við óskum Bjössa ehf. innilega til hamingju með nýju tækin og þökkum þeim fyrir viðskiptin.

Aðrar fréttir