Vilmundur Theodórsson afhendir Elvari Kristni Sigurgeirssyni hjá Þotunni ehf. í Bolungarvík hjólaskóflu af gerðinni CAT 938M sem setur ný viðmið varðandi þægindi, afköst og eldsneytisnýtingu auk þess að mæta ströngustu kröfum um mengunarvarnir.

 

Klettur – sala og þjónusta ehf. er umboðsaðili fyrir Caterpillar vinnuvélar á Íslandi. Að sögn Vilmundar Theodórssonar, sölustjóra CAT landvéla hjá Kletti, fer árið 2021 vel af stað í sölu vinnuvéla sé borið saman við undanfarin 5–6 ár. Vilmundur, sem hóf störf hjá Kletti fyrir þremur mánuðum síðan, býr yfir gífurlegri reynslu á þessu sviði en hann hefur undanfarinn áratug starfað í Noregi hjá umboðsaðila Caterpillar þar í landi sem „Senior Project Manager“. Áður en hann fluttist til Noregs hafði Vilmundur starfað í rúm 7 ár hjá Kletti og þar áður Heklu; það má því segja að hann sé kominn heim þar sem hann starfar nú við hlið Snorra Árnasonar, viðskiptasjóra CAT landvéla hjá Kletti.

Spennandi tímar fram undan

„Fyrstu vikur ársins hefur sala vinnuvéla verið mjög góð og ekki síst í stærri vélunum. Sem dæmi má nefna að nú í byrjun ársins erum við að afhenda 4 stórar beltagröfur sem eru yfir 50 tonn að þyngd sem er óvenjulegt, því algengustu stærðirnar eru 20–40 tonna vélar. Þessi misserin er mikil endurnýjun í gangi í vörulínu Caterpillar, næsta kynslóð CAT-véla er smám saman að koma inn og því eru mjög spennandi tímar fram undan. Hjá Kletti koma um 60 manns með einum eða öðrum hætti að sölu og þjónustu við CAT-vélarnar en aðalstyrkur okkar á þessu sviði er tvímælalaust þjónustubatteríið“ segir Vilmundur.

 

Sjá fleiri fréttir

19 febrúar, 2021

Scania 540 S vörubíllinn vinnur með yfirburðum í samanburðarprófunum

Síðasta haust var Scania með í tveimur samanburðarprófunum í Þýskalandi sem skipulagðar voru af evrópskum viðskiptatímaritum. Niðurstöður 1000 punkta prófsins (þýs. 1000 Punkte Test) og European Truck Challenge (ETC) hafa nú verið opinberaðar og Scania 540 S vörubíllinn vann þær báðar með nokkrum yfirburðum. „Að vinna þessi samanburðarpróf er enn ein staðfestingin á leiðandi stöðu […]

Lesa meir
29 janúar, 2021

Nýja árið byrjar vel fyrir CAT

Klettur – sala og þjónusta ehf. er umboðsaðili fyrir Caterpillar vinnuvélar á Íslandi. Að sögn Vilmundar Theodórssonar, sölustjóra CAT landvéla hjá Kletti, fer árið 2021 vel af stað í sölu vinnuvéla...

Lesa meir
20 janúar, 2021

Scania kynnir nýja V8-línu

Nýju V8-vélarnar frá Scania eru ekki aðeins eins kraftmiklar og hugsast getur heldur stórbæta þær einnig nýtingu á eldsneyti. Heildarsparnaður getur numið allt að sex prósentustigum, þegar nýi...

Lesa meir
23 október, 2020

Ný og spennandi jarðýta frá CAT

Nýja CAT D6 XE rafdrifna jarðýtan er nú fáanleg hjá Kletti. Fulltrúar Kletts fengu tækifæri til að prófa vélina í Danmörku fyrr á þessu ári og var það niðurstaða þeirra að hún stæðist allar væntingar og gott betur.

Lesa meir
24 júlí, 2020

Finnbogi Þórarinsson til liðs við Klett.

Klettur festi nýverið kaup á starfsemi FS Mótor ehf. af Finnboga Þórarinssyni, stofnanda og eiganda fyrirtækisins, sem jafnframt hefur hafið störf á þjónustuverkstæði afl- og vinnuvéladeildar Kletts.

Lesa meir
29 maí, 2020

Leikföng fyrir framtíðar CAT aðdáendur

Eigum til ýmsa gjafavöru fyrir unga sem aldna CAT aðdáendur í verslun okkar í Klettagörðum 8-10.

Lesa meir
24 apríl, 2020

Magni öflugasti dráttarbátur landsins

Magni nýr dráttarbátur Faxaflóahafna er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2525 kW (3,386 HP) Caterpillar aðalvélar og tvær Caterpillar C4.4 rafstöðvar

Lesa meir
8 apríl, 2020

Frí netnámskeið hjá Caterpillar University til 31.maí

The Caterpillar University Online Campus býður viðskiptavinum Kletts upp á frí netnámskeið til 31.maí 2020

Lesa meir

Staðsetningar