Nýja árið byrjar vel fyrir CAT - klettur.is
Vilmundur Theodórsson afhendir Elvari Kristni Sigurgeirssyni hjá Þotunni ehf. í Bolungarvík hjólaskóflu af gerðinni CAT 938M sem setur ný viðmið varðandi þægindi, afköst og eldsneytisnýtingu auk þess að mæta ströngustu kröfum um mengunarvarnir.

 

Klettur – sala og þjónusta ehf. er umboðsaðili fyrir Caterpillar vinnuvélar á Íslandi. Að sögn Vilmundar Theodórssonar, sölustjóra CAT landvéla hjá Kletti, fer árið 2021 vel af stað í sölu vinnuvéla sé borið saman við undanfarin 5–6 ár. Vilmundur, sem hóf störf hjá Kletti fyrir þremur mánuðum síðan, býr yfir gífurlegri reynslu á þessu sviði en hann hefur undanfarinn áratug starfað í Noregi hjá umboðsaðila Caterpillar þar í landi sem „Senior Project Manager“. Áður en hann fluttist til Noregs hafði Vilmundur starfað í rúm 7 ár hjá Kletti og þar áður Heklu; það má því segja að hann sé kominn heim þar sem hann starfar nú við hlið Snorra Árnasonar, viðskiptasjóra CAT landvéla hjá Kletti.

Spennandi tímar fram undan

„Fyrstu vikur ársins hefur sala vinnuvéla verið mjög góð og ekki síst í stærri vélunum. Sem dæmi má nefna að nú í byrjun ársins erum við að afhenda 4 stórar beltagröfur sem eru yfir 50 tonn að þyngd sem er óvenjulegt, því algengustu stærðirnar eru 20–40 tonna vélar. Þessi misserin er mikil endurnýjun í gangi í vörulínu Caterpillar, næsta kynslóð CAT-véla er smám saman að koma inn og því eru mjög spennandi tímar fram undan. Hjá Kletti koma um 60 manns með einum eða öðrum hætti að sölu og þjónustu við CAT-vélarnar en aðalstyrkur okkar á þessu sviði er tvímælalaust þjónustubatteríið“ segir Vilmundur.

 

Sjá fleiri fréttir