Hjólbarðar

Hjólbarðasvið Kletts býður upp á óendanlega möguleika þegar hjólbarðar eru annars vegar, hvort sem um er að ræða fólksbíla, lyftara, vörubifreiðar eða stærstu gerðir vinnuvéla.

Ekki bíða í röð. Pantaðu tíma í dekkjaskipti hjá Kletti.

Engin röð, bara þægindi

Athuga! Aðeins er hægt að bóka tíma fyrir fólksbíla, jepplinga og óbreytta jeppa. Fyrir önnur ökutæki eða vinnuvélar vinsamlegast hafið samband við 590 5100.

Veldur dagsetningu og tíma
Fylltu inn upplýsingar

Persónu upplýsingar

Áttu dekk á dekkjahótelinu okkar?
Vantar þig ný dekk?
ALL

Vetrardekk 

Bestu vetrardekkin veita framúrskarandi grip í snjó og hálku. Þau endast vel í vetrarakstri en slitna hraðar á sumrin og veita minna grip á blautu malbiki á sumrin en sumardekk.

Nagladekk 

Nagladekk grípa einstaklega vel í hálku en eru háværari en ónegld vetrardekk. Munstrið er grófara og naglarnir eru hannaðir til að höggva sig niður í ísinn þannig að gripið verði betra.

Sumardekk 

Sumardekk henta vel í bleytu og á þurru malbiki og þau endast lengur en vetrardekk. Vegna minna viðnáms spara þau orkugjafa bílsins (hvort sem hann er eldsneyti eða rafmagn). 

Heilsársdekk 

Heilsársdekk eru breiður flokkur dekkja því kalla má öll ónegld dekk heilsársdekk. Ónegld vetrardekk slitna hraðar á sumrin og veita minna grip en sumardekk. 

Fólksbíladekk 

Fólksbíladekk hafa fínna munstur en jeppadekk. Í fólksbílavetrardekkjum eru oft fínir skurðir yfir munstrið sem gefa meira grip.

Jeppadekk 

Jeppadekk eru harðgerðari en fólksbíladekk vegna þess að þau þurfa að þola erfiðari aðstæður og undirlag.

Mótorhjóladekk 

Það eru til þrjár gerðir af mótorhjóladekkjum: Motocross/Enduro og tvær gerðir af götudekkjum undir Hippa/racer.

Vinnuvéladekk 

Vinnuvéladekk  eru alveg sér flóra og þarf að velja vel í hvað skal nota. Hafa skal í huga að það er alltaf loftið sem ber þungan af tækinu en ekki dekkið sem slíkt, dekkið er bara framleitt sterkara og efnismeira til að þola aukinn loftþrýsting til að bera meiri þunga.

Vörubíladekk 

Vörubíladekk eru eins og vinnuvéladekk mjög sterkbyggð, vírofin á alla kanta til að bera þungann. 

Landbúnaðardekk 

Landbúnaðardekk eru til af öllum gerðum og stærðum.

Staðsetningar