Afhendingar í maí

Það má segja að markaðurinn hafi tekið vel á móti nýju kynslóðinni af CAT vinnuvélunum og höfum við verið að afhenda töluvert af þeim upp á síðkastið. Vélarnar hafa varla náð að lenda hjá okkur áður en þær eru seldar og afhentar þökk sé standsetningargenginu okkar á verkstæðinu. Margir nýir viðskiptavinir hafa bæst í hópinn okkar auk þess sem margir af okkar góðu viðskiptavinum hafa verið að fá afhent tæki upp á síðkastið og óhætt að segja að það sé búið að vera nóg að gera hjá okkur.

Þessir hafa meðal annars fengið afhent í maí:

Skúli og félagi hjá Ýmir byggingarfélagi fengu CAT 301.8 með JST skóflupakka

Stebbi Einars hjá IB vélum fékk hjá okkur CAT 302 með vökvahraðtengi og JST skóflupakka

Jón hjá Lokaval kom og keypti CAT 302 með Steelwrist TMX powertilti og steelwrist skóflupakka

Ístrukkur fékk afhenta CAT 302 með smurkerfi, 4 slöngu R1 rótortilti, Steelwrist vökvahraðtengi og Steelwrist skóflupakka

Magnús og Guðmundur „Gumminn“ eins og vélin var merkt hjá Rafvirkni fengu sér CAT 302 með Steelwrist TMX powertilti og steelwrist skóflupakka.  

Ferðaþjónustan Húsafelli fengu hjá okkur CAT 308 með smurkerfi, CAT S50 vökvahraðtengi, CAT TRS8 rótortilt og CAT skóflupakka.

Loftorka fékk Jarðýtu CAT D4 ( hét D6K áður ) Hydrostatic keyrð með fjölskekkjanlegri tönn, ripper, smurkerfi, Cat Grade „ EARTHWORKS“ 3D kerfi frá verksmiðju ásamt öðru sem er std eins og „stable blade“ „traction control“ og „slope assist“ á myndinni er Tómas Guðmundsson ýtumaður hjá Loftorku. Einnig fékk Loftorka afhenta 3 öxla Langendorf vélavagn enda ekki við hæfi annað en að flytja ýtuna á nýjum vagni 😊

Armar hafa svo fengið hjá okkur upp á síðkastið CAT 340 Premium & 352 Premium beltagröfur, 730 búkollur og jarðýtu svo fátt eitt sé nefnt.

Við óskum öllum þessum aðilum til hamingju með nýju vélarnar og bjóðum nýju viðskiptavinina sérstaklega velkomna í stækkandi hóp viðskiptavina Kletts.

Hafið samband við sölumenn okkar ef þið viljið fræðast meira um nýju kynslóðina af CAT vinnuvélum og vita hvað þær hafa innifalið sem ekki finnst hjá öðrum framleiðendum og geta því aukið framlegð fyrirtækisins og ánægju starfsmannanna.

Aðrar fréttir