Það má segja að markaðurinn hafi tekið vel á móti nýju kynslóðinni af CAT vinnuvélunum og höfum við verið að afhenda töluvert af þeim upp á síðkastið. Vélarnar hafa varla náð að lenda hjá okkur áður en þær eru seldar og afhentar þökk sé standsetningargenginu okkar á verkstæðinu. Margir nýir viðskiptavinir hafa bæst í hópinn okkar auk þess sem margir af okkar góðu viðskiptavinum hafa verið að fá afhent tæki upp á síðkastið og óhætt að segja að það sé búið að vera nóg að gera hjá okkur.

Þessir hafa meðal annars fengið afhent í maí:

Skúli og félagi hjá Ýmir byggingarfélagi fengu CAT 301.8 með JST skóflupakka

 

Stebbi Einars hjá IB vélum fékk hjá okkur CAT 302 með vökvahraðtengi og JST skóflupakka

 

Jón hjá Lokaval kom og keypti CAT 302 með Steelwrist TMX powertilti og steelwrist skóflupakka

 

Ístrukkur fékk afhenta CAT 302 með smurkerfi, 4 slöngu R1 rótortilti, Steelwrist vökvahraðtengi og Steelwrist skóflupakka

 

Magnús og Guðmundur „Gumminn“ eins og vélin var merkt hjá Rafvirkni fengu sér CAT 302 með Steelwrist TMX powertilti og steelwrist skóflupakka.  

 

Ferðaþjónustan Húsafelli fengu hjá okkur CAT 308 með smurkerfi, CAT S50 vökvahraðtengi, CAT TRS8 rótortilt og CAT skóflupakka.

 

Loftorka fékk Jarðýtu CAT D4 ( hét D6K áður ) Hydrostatic keyrð með fjölskekkjanlegri tönn, ripper, smurkerfi, Cat Grade „ EARTHWORKS“ 3D kerfi frá verksmiðju ásamt öðru sem er std eins og „stable blade“ „traction control“ og „slope assist“ á myndinni er Tómas Guðmundsson ýtumaður hjá Loftorku. Einnig fékk Loftorka afhenta 3 öxla Langendorf vélavagn enda ekki við hæfi annað en að flytja ýtuna á nýjum vagni 😊

 

Armar hafa svo fengið hjá okkur upp á síðkastið CAT 340 Premium & 352 Premium beltagröfur, 730 búkollur og jarðýtu svo fátt eitt sé nefnt.

 

Við óskum öllum þessum aðilum til hamingju með nýju vélarnar og bjóðum nýju viðskiptavinina sérstaklega velkomna í stækkandi hóp viðskiptavina Kletts.

Hafið samband við sölumenn okkar ef þið viljið fræðast meira um nýju kynslóðina af CAT vinnuvélum og vita hvað þær hafa innifalið sem ekki finnst hjá öðrum framleiðendum og geta því aukið framlegð fyrirtækisins og ánægju starfsmannanna.

 

Sjá fleiri fréttir

4 ágúst, 2021

Nýjustu Scania metanbílunum fjölgar á Íslandi

Um 40 Scania vörubílar og strætisvagnar í nýjustu metanútfærslu eru nú komnir í notkun hér á landi. Nýju bílarnir eru að koma með auknu afli samhliða því að spara enn meira eldsneyti en áður.

Lesa meira
30 júlí, 2021

CAT hlaðið plan

Við hlöðum upp fyrir verslunarmannahelgina, og þar sem engar útihátiðar eru leyfðar hvers vegna ekki að taka rúntinn með fjölskylduna í gegnum planið hjá okkur í Klettagörðum.

Lesa meira
25 júní, 2021

Afhending á þremur tækjum til Bjössa ehf.

Stór dagur hjá Bjössa ehf. þar sem þeir Bjössi, Skúli og Haukur komu og tóku á móti þremur nýjum tækjum. Scania G450 XT, CAT valtar og CAT hjólagröfu.

Lesa meira
23 júní, 2021

ESB staðfestir yfirburði Scania í eldsneytisskilvirkni

Fjögur ár í röð hefur Scania unnið hin virtu „Green Truck“ verðlaun. Nú staðfesta tölur frá framkvæmdastjórn ESB að Scania er langbest meðal stórbílaframleiðenda í að draga úr losun koltvísýrings.

Lesa meira
8 júní, 2021

Afhendingar í maí

Það má segja að markaðurinn hafi tekið vel á móti nýju kynslóðinni af CAT vinnuvélunum og höfum við verið að afhenda töluvert af þeim upp á síðkastið.

Lesa meira
11 maí, 2021

Afhending á 352 NG Premium til Fossvéla

Fossvélar komu og tóku á móti CAT 352 premium vél um daginn, vélin fór beint í vinnu í Ingólfsfjallið með ripper enda mikið um að vera á Suðurlandi og til þess þarf efni.

Lesa meira
15 apríl, 2021

Afhending á CAT 340 premium til G Hjálmarssonar Akureyri

G Hjálmarsson Akureyri fékk afhenta hjá okkur CAT 340 HDHW premium beltagröfu sem er ríkulega útbúinn.

Lesa meira
22 mars, 2021

Starfsmaður í smurþjónustu

Óskum eftir að ráða vanan starfsmann í smurþjónustu Kletts. Starfið felur í sér smurþjónustu og smáviðgerðir á öllum gerðum bifreiða og vinnuvéla með áherslu á vörubifreiðar.

Lesa meira