Góð þjónusta verið lykillinn að velgengni Kletts

Þungamiðjan í okkar starfsemi er hér í Klettagörðum en við erum nýbúnir að eignast þjónustuumboð okkar á Akureyri sem heitir nú Klettur Norðurland og hefur á að skipa átta starfsmönnum,“ segir Bjarni Arnarson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Kletti. Helstu vörumerki Kletts eru Caterpillar-vinnuvélar, -aflvélar, -rafstöðvar og -lyftarar, Scania-vörubifreiðar, -hópbílar, -bátavélar og rafstöðvar, Ingersoll Rand-iðnaðarloftpressur og Multione-liðléttingar auk þess að vera með gæðadekk frá Goodyear, Dunlop og Maxam-dekk fyrir vinnuvélar og traktora.

Varla er sú stórframkvæmd sem hefur verið ráðist í hér á landi sem hefur ekki haft Caterpillar eða Scania á vinnusvæðinu en Klettur tók við umboði Caterpillar árið 1947. Snorri Árnason sölustjóri segir merkið vera það þekktasta í vinnuvélaheiminum og gjarnan notað sem samheiti yfir vinnuvélar.

„Það skiptir okkur máli að viðskiptavinum okkar gangi vel því þetta er ein keðja, sem helst í hendur. Ef þeim gengur vel þá gengur okkur vel. Nú erum við búin að sjá kynslóðaskipti í nokkrum fyrirtækjunum. Börnin og barnabörnin eru kominn inn og halda þau áfram að skipta við okkur. Það er ákveðinn gæðastimpill,“ segir hann og Bjarni tekur undir.

„Við aðstoðum einnig viðskiptavini okkar við að kaupa notaðar vélar og tæki til dæmis ef afgreiðslutími er of langur á nýjum. Til að mynda vorum við nýlega að fá vél frá samstarfsaðila okkar í Noregi þar sem löng bið var eftir nýrri og sambærileg vél ekki til í landinu og erum við nú að standsetja hana á verkstæði okkar fyrir afhendingu,“ segir Bjarni.

Unnið hörðum höndum

Það er líf og fjör um allan Klett. Að ganga um rúmlega fjögur þúsund fermetra húsnæði þeirra er ákveðin upplifun. Alls staðar er nóg að gera og unnið hörðum höndum að því að láta viðskiptavininn ganga fyrir.

„Það styrkir okkur að við erum sveigjanlegir, það eru ekki öll egg í sömu körfu,“ segir Bjarni og bætir við: „Ásamt því að sinna jarðvinnugeiranum þá erum við sterkir þegar kemur að þjónustu við vöruflutninga og vörudreifingu ásamt því að sinna iðnfyrirtækjum og verkstæðum með hágæða Ingersoll Rand-loftpressum og fleiru.“

Hjá Kletti leggjum við mikla áherslu á að veita góða þjónustu. Opið er t.a.m. á vörubílaverkstæðinu til kl. 23.30 og í öllum deildum er bakvakt allan sólarhringinn allan ársins hring. „Við leggjum upp úr góðri þjónustu og það hefur verið lykillinn að farsæld okkar í gegnum tíðina.

Margir af okkar kúnnum eru við störf á öllum tímum sólarhringsins og til að mæta þörfum þeirra þá erum við með vaktsetningu á verkstæði, bakvakt utan opnunartíma og Klettur hefur á að skipa 11 þjónustubílum, þar af einum sérinnréttuðum bíl sem er nánast smurstöð á hjólum,“ segir Bjarni og bendir á að þá geti bíllinn mætt á verkstað og skipt um olíu, ásamt því að taka til baka alla úrgangsolíu.

„Með tilkomu Klettur Norðurland á Akureyri eykur það enn frekar hagræði fyrir kúnnan þar sem Akureyri er mjög stórt athafnasvæði og mikil þægindi fyrir þá kúnna sem eru þar á ferðinni,“ bætir Snorri við.

Og talandi um hagræði og sparnað. Snorri segir að vélum og tækjum fari alltaf fram. Mengunarstaðallinn er alltaf að verða strangari og sjálfvirkni mun meiri en áður. Þeir sem eru góðir í Playstation séu þeir sem geti orðið góðir gröfu- og vélamenn. „Beltagröfur eru að verða meira hybrid-tæki. Þá er snúningurinn notaður til að byggja upp þrýsting í vökvakerfinu sem nýtist síðan aftur. Þarna erum við að sjá minnkun á eyðslu upp á u.þ.b. 10-15 prósent sem er gríðarlegur sparnaður því þessar vélar ganga nánast allan sólarhringinn allt árið um kring.“

Bjarni segir að upplýsinga- og tæknibyltingin sé að koma af fullum þunga inn í vinnuvélar. „Það er t.d. staðsetningarbúnaður, bilanagreiningar í gegnum gervihnött , GPS-búnaður fyrir landmótun, vigtunarbúnaður og ýmislegt mælt og skoðað til að reyna að ná meiri hagkvæmi. Allt miðast við að tiltölulega lítt vanur maður getur verið fljótur að ná tökum á vél og stjórnbúnaði.“

 

 

Starfsmenn Kletts á Akureryi

Sjá fleiri fréttir

5 mars, 2021

G Hjálmarsson fjárfestir í snjómoksturstækjum.

Á dögunum fékk G Hjálmarsson á Akureyri afhent síðasta verkfærið í pakka sem samanstóð af eftirfarandi:

Lesa meir
19 febrúar, 2021

Scania 540 S vörubíllinn vinnur með yfirburðum í samanburðarprófunum

Síðasta haust var Scania með í tveimur samanburðarprófunum í Þýskalandi sem skipulagðar voru af evrópskum viðskiptatímaritum.

Lesa meir
29 janúar, 2021

Nýja árið byrjar vel fyrir CAT

Klettur – sala og þjónusta ehf. er umboðsaðili fyrir Caterpillar vinnuvélar á Íslandi. Að sögn Vilmundar Theodórssonar, sölustjóra CAT landvéla hjá Kletti, fer árið 2021 vel af stað í sölu vinnuvéla...

Lesa meir
20 janúar, 2021

Scania kynnir nýja V8-línu

Nýju V8-vélarnar frá Scania eru ekki aðeins eins kraftmiklar og hugsast getur heldur stórbæta þær einnig nýtingu á eldsneyti. Heildarsparnaður getur numið allt að sex prósentustigum, þegar nýi...

Lesa meir
23 október, 2020

Ný og spennandi jarðýta frá CAT

Nýja CAT D6 XE rafdrifna jarðýtan er nú fáanleg hjá Kletti. Fulltrúar Kletts fengu tækifæri til að prófa vélina í Danmörku fyrr á þessu ári og var það niðurstaða þeirra að hún stæðist allar væntingar og gott betur.

Lesa meir
24 júlí, 2020

Finnbogi Þórarinsson til liðs við Klett.

Klettur festi nýverið kaup á starfsemi FS Mótor ehf. af Finnboga Þórarinssyni, stofnanda og eiganda fyrirtækisins, sem jafnframt hefur hafið störf á þjónustuverkstæði afl- og vinnuvéladeildar Kletts.

Lesa meir
29 maí, 2020

Leikföng fyrir framtíðar CAT aðdáendur

Eigum til ýmsa gjafavöru fyrir unga sem aldna CAT aðdáendur í verslun okkar í Klettagörðum 8-10.

Lesa meir
24 apríl, 2020

Magni öflugasti dráttarbátur landsins

Magni nýr dráttarbátur Faxaflóahafna er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2525 kW (3,386 HP) Caterpillar aðalvélar og tvær Caterpillar C4.4 rafstöðvar

Lesa meir

Staðsetningar