Verkstæði

Á vélaverkstæði Kletts starfar góður hópur valinkunnra manna hvort heldur sem verkefnin eru til lands eða sjós. Vélasvið Kletts býr yfir fullkomnu vélaverkstæði ásamt sérbúnum þjónustubifreiðum og vel menntuðu starfsliði.

Hjá okkur færðu alhliða þjónustu- og smur fyrir fólksbíla, vörubíla, rútur, vinnuvélar, krana, bátavélar, gíra, loftpressur, landbúnaðartæki og almenn atvinnutæki.

Vélaverkstæðið hefur yfir að ráða þremur sérútbúnum þjónustubifreiðum fyrir vegaaðstoð og viðgerðir fjarri verkstæðinu. Við bjóðum einnig upp á t.d. bilanagreingar, almennar viðgerðir, hjólastillingar, ökuritaþjónustu, loftkælingar, tjónaviðgerðir, framrúðuskipti, hraðþjónustu, forgreingar og ábyrgðarviðgerðir.

Unnið er á vöktum á vélaverkstæði Kletts frá 8:00 til 23:30 fjóra daga vikunnar (mán. – fim.) og 8:00 til 16:00 á föstudögum.

Staðsetningar