Verkstæði

Klettur býður upp á alhliða þjónustu og smur fyrir fólksbíla, vörubíla, rútur, vinnuvélar, krana, bátavélar, gíra, loftpressur, landbúnaðartæki og almenn atvinnutæki. Fyrirtækið býr yfir einu fullkomnasta verkstæði landsins með 26 innkeyrsluhurðum í Klettagörðum í Reykjavík og 11 þjónustubifreiðum, þar af einum sérútbúnum smurþjónustubíl sem getur mætt á verkstað viðskiptavina hvert á land sem er og skipt um olíu, ásamt því að taka til baka alla úrgangsolíu. Einnig er Klettur með velútbúið verkstæði og smurstöð á Hjalteyrargötu á Akureyri ásamt 2 þjónustubifreiðum sem þjóna norðaustur hluta landsins. 

Vöru- og hópbílaverkstæði

Á vöru- og hópbílaverkstæði Kletts færð þú alhliða þjónustu og viðgerðir fyrir þitt atvinnutæki. Okkur er mikið í mun að þú getir sinnt þinni vinnu og að stopp tíminn þinn verði sem minnstur, því erum við með þjónustuverkstæðið okkar í Klettagörðum opið frá klukkan 08:00 á morgnanna og til klukkan 23:30 á kvöldin mánudaga til fimmtudaga og frá 08:00 til 16:00 á föstudögum. Auk þess þjónustum við vagna og ábyggingar. Við höfum þjónustubílana okkar klára ef þú kemst ekki til okkar.

 

Við bjóðum meðal annars upp á:

Bilanagreiningar

Hraðþjónustu

Forgreiningar

Allar almennar viðgerðir

Hjólastillingar

Viðgerðir á mengunarbúnaði

Ökuritaþjónustu svo sem 2 ára skoðun

Þjónusta á lofkælingu (AC)

Tjónaviðgerðir

Framrúðuskipti

Ábyrgðarviðgerðir

Vagna þjónustu/viðgerðir

Krana þjónustu/viðgerðir

Krókheysis þjónustu/viðgerðir

Vinna við ábyggingar s.s. færsla á ábyggingum, breytingar og betrum bætur.

Framúrskarandi þjónusta allan sólarhringinn

Opnunartími vöru- og hópbílaverkstæðisins:

– Mánudagar til fimmtudags frá kl: 08:00-23:30

– Föstudagar frá kl: 08:00-16:00.

Ekkert aukagjald er tekið fyrir að fá þjónustu á kvöldin.

Panta skal tíma hjá verkstæðismóttöku í s: 590 5200. Opnunartími móttöku 07:45-17:00

Vinnuvélar

Á vélaverkstæði Kletts starfar góður hópur valinkunnra manna hvort heldur sem verkefnin eru til lands eða sjós. Vélasvið Kletts býr yfir fullkomnu vélaverkstæði ásamt sérbúnum þjónustubifreiðum og vel menntuðu starfsliði. Vélaverkstæðið hefur yfir að ráða sérútbúnum þjónustubifreiðum fyrir vegaaðstoð og viðgerðir fjarri verkstæðinu.

Sjóvélar

Á vélaverkstæði Kletts starfar góður hópur valinkunnra manna hvort heldur sem verkefnin eru til lands eða sjós. Vélasvið Kletts býr yfir fullkomnu vélaverkstæði ásamt sérbúnum þjónustubifreiðum og vel menntuðu starfsliði. 

Loftpressur

Hjá Kletti er mikil reynsla í að þjónusta og viðhalda loftkerfum. Við setjum upp og þjónustum loftkerfið þitt alla leið svo sem:

 • Þjónusta, þjónustuskoðanir og olíu og síuskipti
 • Viðgerðir
 • Uppsetning á loftpressum og loftstöðvum
 • Uppsetning á loftlögnum.

Kranar og vökvakerfi

Við hjá Kletti höfum víðatæka þekkingu og erum vel tækjum búnir til að þjónusta krana, krókeysi og öll vökvakerfi svo sem:

 • HIAB og EFFER krana.
 • Multilift (HIAB) og JOAB krókheysi
 • NORBA og JOAB sorphirðubúnað.

Við höfum áralanga reynslu í hönnun og ísetningu á vökvakerfum svo sem:

 • Snjótannabúnað
 • Sturtubúnað
 • Gámalyftur

Klettur Norðurland

Klettur Norðurland opnaði á Akureyri árið 2018 en þar er rekin varahlutaverslun og þjónustuverkstæði. Opnunartími er alla virka daga frá klukkan 08:00 til 17:00.

Viðurkenndir þjónustuaðilar

SB bílaverkstæði

Sindragötu 3
400 Ísafirði
s. 456 3033

Þyrmur á Ísafirði

Suðurgötu 9
400 Ísafirði
s. 456 3711

ÍSMAR

Síðumúla 28
108 Reykjavík
s. 510 5100

Myllan Stál og vélar (MSV)

Miðási 12
700 Egilsstöðum
s. 470 1700

KS

Ártorgi 1
550 Sauðárkróki
s. 455 4500

Rafey ehf

Miðási 11
700 Egilsstöðum
s. 471 2013

Hafa samband


  Neyðarþjónusta

  Ef þig vantar nauðsynlega aðstoð utan okkar hefðbundna opnunartíma hefur þú kost á að nýta þér neyðarþjónustu Kletts. Þú ert í öruggum höndum alla daga ársins hjá okkur, við erum til taks 24/7/365t.

  Smurþjónusta

  Klettur býður upp á smurþjónustu fyrir öll atvinnutæki og fólksbíla í Klettagörðum 8-10. Auk smur- og hjólbarðaþjónustu erum við með rafgeyma, rúðuþurrkur, rúðuvökva, ljósaperur og flest annað sem þurfa gæti.

  Fjarniðurhal af ökuritum og ökumannskortum

  Klettur býður viðskiptavinum sínum upp á fjarniðurhal af ökuritum og ökumannskortum. Í nútíma samfélagi er skilvirkasta leiðin til að meðhöndla ökuritagögn að gera ferlið eins sjálfvirkt og mögulegt er. Með því að vera með aðgang að Tacho pakkanum í gegnum My Scania...

  Klettur á Bauma 2022

  Velheppnaðri Bauma sýningu lauk í síðustu viku þar sem starfsmenn Kletts tóku á móti stórum hópi viðskiptavina. Bauma er ein stærsta vinnuvélasýning í heimi sem haldin er í Þýskalandi og fer fram þriðja hvert ár. Sem fyrr var áhersla CAT ásamt umboðsaðilum sínum:...

  Allir öruggir heim 2022

  Allir öruggir heim 2022! Klettur ásamt öðrum góðum aðilum tók þátt í verkefninu „Allir öruggir heim 2022“ þar sem 9.000 endurskinsvestum er dreift í alla leik- og grunnskóla á landinu til að nota í vettvangsferðum barna. Endurskinsvesti ætti að nota allt árið um kring...

  Klettur er framúrskarandi fyrirtæki 2022

  Við erum afar stolt af því að vera talið Framúrskandi fyrirtæki áttunda árið í röð samkvæmt greiningu Credit Info.  Klettur er í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja árið 2022. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera...

  Klettur verður á Bauma

  Klettur verður á Bauma-sýningunni í München dagana 23.-28. október! Við hvetjum alla sem eru í München og nágrenni til að hafa samband við okkur og kíkja á sýninguna þar sem við hlökkum mjög til að kynna nýjungar í þjónustu og vöruúrvali. Þar er lögð áhersla á...

  Undir með sumardekkin

  Nú fer hver að verða síðastur í að skipta yfir á sumardekkin því að rúmlega mánuður er síðan löglegu tímabili nagladekkja lauk, og sektin er allt að 80 þúsund krónur. Andri Ellertsson, rekstrarstjóri hjólbarða hjá Kletti, segir að skiptingarskeiðið hafi verið seint á...

  Scania Super sigurvegari “Green Truck” 2022

  Scania Super sigurvegari “Green Truck” 2022 Sjötta árið í röð hefur Scania unnið hin virtu “Green Truck” verðlaun fyrir framúrskarandi nýtni og eldsneytishagkvæmni. Öllum framleiðendum vörubíla í stærri flokki í Evrópu er árlega boðið að taka þátt í samanburðarprófun...

  Hröð þróun Scania í rafmagnsbílum

  Dagab er fyrirtæki í Svíþjóð sem sér um daglegan matvælaflutning og hefur fyrirtækið að undanförnu notast við rafknúna þungaflutningabíla og tvinnbíla. Í dag hefur fyrirtækið bætt við flotann sinn 64 tonna rafbíl sem mun sjá um vöruflutninga í Gautaborg.   Dagab var...

  Afhending á M316 hjólagröfu til G.Hjálmarssonar

  Formleg afhending fór fram fyrir páska á M316 premium hjólagröfu sem G Hjálmarsson fjárfesti í á síðasta ári Það sem helst ber að nefna sem prýðir þessa nýju línu frá CAT er: Nýtt rafstýrt vökvakerfi. Innbyggt 2D og CAT 3D gröfukerfi með tiltskynjara og RPS skynjara....

  Scania með sjálfbærasta flutningabílinn þriðja árið í röð

  Scania hlaut á dögunum verðlaun fyrir sjálfbærasta flutningabíl ársins, hinn 100% rafknúna Scania 25 P BEV, á Sty 2022 verðlaunahátíðinni á Ítalíu. Þetta er þriðja árið í röð sem bíll frá Scania hlotnast þessi heiður og framkvæmdastjórn ESB hefur staðfest að...