Með tveimur innspýtingum á AdBlue, þar sem fyrri skammtinum er dælt inn í mjög heitt flæðið strax eftir afgashemilinn, er uppgufunin bætt á lægri snúningi. Þetta þýðir að nýja V8-vélin frá Scania uppfyllir lagalegar kröfur sem taka munu gildi á árinu 2021

 

Nýju V8-vélarnar frá Scania eru ekki aðeins eins kraftmiklar og hugsast getur heldur stórbæta þær einnig nýtingu á eldsneyti. Heildarsparnaður getur numið allt að sex prósentustigum, þegar nýi G33-gírkassinn er hluti af aflrásinni.

Eldsneytissparnaður af þeirri stærðargráðu skiptir að sjálfsögðu miklu máli, bæði sé litið til lengri tíma vegna loftslagsáhrifa en einnig hér og nú fyrir fyrirtæki sem reka vöru- og flutningabíla. „Á meðan umskiptin eiga sér stað úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa í flutningum, verðum við öll að leggja okkar af mörkum til að bæta núverandi lausnir,“ segir Alexander Vlaskamp, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður sölu- og markaðsmála hjá Scania. „Þú getur ekki látið húsið þitt brenna til grunna einfaldlega vegna þess að hið nýja er í byggingu. Umskiptin þurfa að ganga snurðulaust.“ Þessi eldsneytissparnaður er afrakstur yfirgripsmikilla fínstillinga og þróunar hjá verkfræðingum Scania og felur í sér tækni sem er í fararbroddi við framþróun á brunahreyflum. Á meðal nýjunga, sem byggja á meira en 70 nýjum vélahlutum, má nefna minna innra viðnám, hærri þjöppunarhlutföll, endurbættan búnað fyrir eftirmeðferð útblásturs og nýtt, öflugt hreyfilstýrikerfi (EMS).

 

SCANIA var mest seldi vörubíllinn í flokki vörubíla II, 16 t og stærri, á Íslandi árið 2020 enda þægilegur í akstri.

 

Fjórar nýjar V8-vélar og aflrásir skila eldsneytissparnaði sem getur numið allt að 3-6% n 530, 590, 660 og 770 hestöfl – óviðjafnanleg lína af V-8 krafti

 • Lágt innra viðnám, uppfærð forþjappa og snjall aukabúnaður
 • Nýr afkastameiri búnaður fyrir eftirmeðferð á útblæstri ( Adblue kerfi )
 • Lengri og öflugri flutningabílar bjóða upp á aukna flutningsgetu og minni losun koltvísýrings, bæði með eða án lífdísilseldsneytis Það veltur allt á smáatrið- unum V8-tækni Scania eins og hún best gerist:
 • Minna innra viðnám
 • Nýtt eftirmeðferðarkerfi útblásturs með tvöfaldri innspýtingu af AdBlue
 • Ný háþrýsti-eldsneytisdæla með virkri inntaksmælingu
 • Algerlega nýr vél- og hugbúnaður fyrir hreyfilstjórnun
 • Aukið þjöppunarhlutfall og toppgildi strokkþrýstings
 • Gerir aukabúnað óvirkan þegar þörf er á, eins og til dæmis loftþjöppuna
 • Kúlulegu-forþjappa á 770 hestafla vélinni


Stöðug leit Scania að leiðum til að þróa V8-vélarnar sínar mun halda áfram þennan þriðja áratug aldarinnar – og skila sér í enn sparneytnari vélum sem henta í mest krefjandi verkefnin á sviði flutninga. Þessar framfarir sem verkfræðingar Scania hafa nú skilað af sér eru afrakstur ástríðu, gífurlegrar reynslu, takmarkalausrar hæfni og mikils hugvits.

Scania kynnir breiða línu af hátæknigírkössum


Skiptingar fyrir næsta áratuginn:

 • Ný lína AMT-skiptinga, hannaðir með aksturseiginleika og endingu í huga
 • Gírkassar með víðari dreifingu, hljóðlátari og allt að 1% minni eldsneytisnotkun
 • Léttari og betrumbætt gírskipting, ræður við allt að 3700 Nm snúningsátak
 • Húsin öll úr áli, minnkar innri töp og nýtnari gírhlutföll
 • Bætt afkastageta hamlara og fjöldi snjallra aflúttaka fáanleg
 • Tryggir að sprengihreyflalausnir halda áfram að styðja við sjálfbæra flutninga

Ný kynslóð V8-véla frá Scania sem geta skilað allt að sex prósent eldsneytissparnaði samtengdar nýja Scania Opticruise gírkassanum. Það felur í sér umtalsvert minna kolefnisfótspor og lækkun á eldsneytiskostnaði.

 

cania kynnir nýja línu af gírkössum sem á endanum munu taka við af öllum núverandi Scania Opticruise sjálfskiptilausnum. Fyrsti meðlimur nýju línunnar – G33CM – er samfastur endurbættum V8-vélum og hinum afkastamiklu 13 lítra Scania-vélum með 500 og 540 hestöflum. Scania hefur fjárfest fyrir meira en 400 milljónir evra í nýju línunni til að styrkja leiðandi stöðu á markaðnum. Með frammistöðugetu sinni mun þessi nýja lína af sjálfskiptingum sjá til þess að hinar farsælu og sparneytnu aflrásir Scania viðhaldi forskoti sínu á þessum áratug. SCANIA var mest seldi vörubíllinn í flokki vörubíla II, 16 t og stærri, á Íslandi árið 2020 og var með 37% markaðshlutdeild.

Sjá fleiri fréttir

19 febrúar, 2021

Scania 540 S vörubíllinn vinnur með yfirburðum í samanburðarprófunum

Síðasta haust var Scania með í tveimur samanburðarprófunum í Þýskalandi sem skipulagðar voru af evrópskum viðskiptatímaritum. Niðurstöður 1000 punkta prófsins (þýs. 1000 Punkte Test) og European Truck Challenge (ETC) hafa nú verið opinberaðar og Scania 540 S vörubíllinn vann þær báðar með nokkrum yfirburðum. „Að vinna þessi samanburðarpróf er enn ein staðfestingin á leiðandi stöðu […]

Lesa meir
29 janúar, 2021

Nýja árið byrjar vel fyrir CAT

Klettur – sala og þjónusta ehf. er umboðsaðili fyrir Caterpillar vinnuvélar á Íslandi. Að sögn Vilmundar Theodórssonar, sölustjóra CAT landvéla hjá Kletti, fer árið 2021 vel af stað í sölu vinnuvéla...

Lesa meir
20 janúar, 2021

Scania kynnir nýja V8-línu

Nýju V8-vélarnar frá Scania eru ekki aðeins eins kraftmiklar og hugsast getur heldur stórbæta þær einnig nýtingu á eldsneyti. Heildarsparnaður getur numið allt að sex prósentustigum, þegar nýi...

Lesa meir
23 október, 2020

Ný og spennandi jarðýta frá CAT

Nýja CAT D6 XE rafdrifna jarðýtan er nú fáanleg hjá Kletti. Fulltrúar Kletts fengu tækifæri til að prófa vélina í Danmörku fyrr á þessu ári og var það niðurstaða þeirra að hún stæðist allar væntingar og gott betur.

Lesa meir
24 júlí, 2020

Finnbogi Þórarinsson til liðs við Klett.

Klettur festi nýverið kaup á starfsemi FS Mótor ehf. af Finnboga Þórarinssyni, stofnanda og eiganda fyrirtækisins, sem jafnframt hefur hafið störf á þjónustuverkstæði afl- og vinnuvéladeildar Kletts.

Lesa meir
29 maí, 2020

Leikföng fyrir framtíðar CAT aðdáendur

Eigum til ýmsa gjafavöru fyrir unga sem aldna CAT aðdáendur í verslun okkar í Klettagörðum 8-10.

Lesa meir
24 apríl, 2020

Magni öflugasti dráttarbátur landsins

Magni nýr dráttarbátur Faxaflóahafna er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2525 kW (3,386 HP) Caterpillar aðalvélar og tvær Caterpillar C4.4 rafstöðvar

Lesa meir
8 apríl, 2020

Frí netnámskeið hjá Caterpillar University til 31.maí

The Caterpillar University Online Campus býður viðskiptavinum Kletts upp á frí netnámskeið til 31.maí 2020

Lesa meir

Staðsetningar