Scania 770 kraftmesti vörubíll á Íslandi  - klettur.is

Á ferð og flugi ehf tók við á föstudaginn nýjum Scania 770S. Bíllinn er með nýjum 770 hestafla V8 mótor sem er með 3.700 Nm. togkraft á mjög breiðu sviði. En þessi mótor er sá öflugasti í dag sem er í boði í fjöldaframleiddum vörubíl.

Bíllinn er virkilega vel búinn og stoppaði meðal annars í Danmörku þar sem hann var innréttaður upp á nýtt.

Stefán eigandi Á ferð og flugi ehf og Stjáni bílstjóri hjá honum komu í Klett og veittu bílnum viðtöku. Þess má til gamans geta að Stjáni tók við fyrsta Next gen bílnum sem Stefán keypti hjá okkur fyrir rúmum 3 árum 😊
Við hjá Kletti óskum þeim innilega til hamingju með bílinn, megi hann reynast þeim vel

 

Sjá fleiri fréttir