Klettur leggur mikla áherslu á að lágmarka smithættu og fylgja almennum ráðleggingum Almannavarna. Nýjar verklagsreglur eru því í gildi núna til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina og til að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu á þessum tímum. Fyrirtækinu hefur verið skipt upp í aðskilin teymi, samgangur milli starfsmanna er takmarkaður, allt starfsfólk gætir þess að fylgja kröfum varðandi hreinlæti og allir snertifletir eru reglulega sótthreinsaðir.

 

Breyttar verklagsreglur:

 • Sóttvarnir eru aðgengilegar í verkstæðismóttöku sem og öllum hjólbarðaverkstæðum.
 • Bíllyklar eru sótthreinsaðir og afhentir í plastpokum.
 • Starfsfólk verkstæðis nota einnota hanska við störf.
 • Sett hafa verið upp sérstök borð í varahlutaverslun og verkstæðis móttöku til að halda ráðlögðum fjarlægðarmörkum.
 • Allur samgangur milli deilda innan fyritækisins hafa verið takmarkaðar til að koma í veg fyrir smit.

Á meðan að þetta ástand varir biðjum við þig kæri viðskiptavinur vinsamlegast að:

 • Virða þau fjarlægðarmörk sem ráðlagt er af Almannavörnum
 • Nota snertilausar greiðsluleiðir eða nota einnota hanska sem eru við posa.
 • Nýta rafrænar leiðir í samskiptum eins og mögulegt er:
  • Lágmarka allar heimsóknir í varahlutaverslun Kletts með því að ganga frá pöntunum í síma 590 5220 eða senda póst á varahlutir@klettur.is
  • Lágmarka allar heimsóknir í söludeild hjólbarða með því að ganga frá pöntun í síma 590 5280 eða senda póst á dekk@klettur.is
 • Allur umgangur um verkstæði frá utanaðkomandi aðilum eru bönnuð, vinsamlegast virðið það.

 

Engin breyting hefur verið gerð á hefðbundum afgreiðslutímum og er starfsfólk Kletts tilbúið til að aðstoða eftir fremstu getu.

Við vonum að allir sýni þessum tímabundnu en mikilvægum ráðstöfum skilning.

Sjá fleiri fréttir

24 júlí, 2020

Finnbogi Þórarinsson til liðs við Klett.

Klettur festi nýverið kaup á starfsemi FS Mótor ehf. af Finnboga Þórarinssyni, stofnanda og eiganda fyrirtækisins, sem jafnframt hefur hafið störf á þjónustuverkstæði afl- og vinnuvéladeildar Kletts.

Lesa meir
29 maí, 2020

Leikföng fyrir framtíðar CAT aðdáendur

Eigum til ýmsa gjafavöru fyrir unga sem aldna CAT aðdáendur í verslun okkar í Klettagörðum 8-10.

Lesa meir
24 apríl, 2020

Magni öflugasti dráttarbátur landsins

Magni nýr dráttarbátur Faxaflóahafna er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2525 kW (3,386 HP) Caterpillar aðalvélar og tvær Caterpillar C4.4 rafstöðvar

Lesa meir
8 apríl, 2020

Frí netnámskeið hjá Caterpillar University til 31.maí

The Caterpillar University Online Campus býður viðskiptavinum Kletts upp á frí netnámskeið til 31.maí 2020

Lesa meir
24 mars, 2020

Ráðstafanir vegna Covid-19

Klettur leggur mikla áherslu á að lágmarka smithættu og fylgja almennum ráðleggingum Almannavarna. Nýjar verklagsreglur eru því í gildi núna til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina.

Lesa meir
11 mars, 2020

EXPEL – ný vara

Expel er byltingarkenndur búnaður sem hreinsar 99,999% af raka og olíu úr lofti og óhreinindi niður í 1 micron. Hannaður til að vernda lofstýrðar vélar og búnað og minnkar viðhald.

Lesa meir
6 febrúar, 2020

CAT D6 XE

Það eru spennandi tímar fram undan hjá Caterpillar þar sem þeir eru meðal annars að kynna nýja D6 XE rafdrifna jarðýtu sem er fyrsta rafdrifna ýtan í heimi sem er með drifhjólin uppi.

Lesa meir
31 janúar, 2020

Nýr Páll Jónsson GK 7

Nýr Páll Jónsson GK 7 var að koma til landsins eftir siglingu frá Póllandi. Um borð í skipinu er Caterpillar búnaður.

Lesa meir