Nýjungar frá MultiOne

Ívar, sölufulltrúi MultiOne á Íslandi, er nýlenntur frá Ítalíu þar sem hann heimsótti höfuðstöðvar MultiOne í Vicenza. Þar var hann að kynnast nýjustu útfærslum á tækjum frá MultiOne. Ber þar helst að nefna nýjustu MultiOne 8.5S vélina sem uppfyllir TIER 4 final mengunarstaðla. Í vélinni er Kohler mótor og common rail (EGR). MultiOne 8.5S er einstaklega öflug vél sem mengar lítið sem ekkert og hentar vel í gripahúsum. Einnig var MultiOne EZ7 kynnt sem er 100% rafmagsknúin vél. Hún er með 1.600 kg lyftigetu og notkunartíma upp á 3 tíma í fullri vinnu. Báðar vélarnar eru fjölnota vélar sem geta leyst hin ýmsu verkefni hvort sem það er í landbúnaði, bæjarvinnu eða hafnarvinnu. Jafnframt eru vélarnar einstaklega hentugar þar sem lítil loftræsting er.

Multione EZ7:

  • Sýrugeymar
  • Innbyggt hleðslutæki
  • Engin CO2 útblástur
  • Hljóðlát
  • Sparneytin

 

Fjölnota tæki með yfir 170 aukahluti í boði

Hugmyndin á bakvið MultiOne er að bjóða upp á eitt tæki sem getur leyst margskonar vinnu. Hægt er að líkja tækinu við svissnenskan vasahníf, sem oftar en ekki hefur komið að góðum notum í hinum ýmsu aðstæðum. Með meira en 170 aukahluti í boði getur vélin verið sláttuvél, lyftari, steyputunna eða snjóruðningstæki, allt eftir því hvað hentar að hverju sinni.

 

Fyrirtæki í mikilli þróun

Heimsóknin til Vicenza var afar ánægjuleg samkvæmt Ívari og benti hann á að það væri jákvætt að sjá hveru stórt skref MultiOne hefur tekið í þróun á mengunarstöðlum. Fyrirtækið er í mikilli þróun, vélarnar orðnar mun öflugri og þeir leggja mikið upp úr umhverfismálum. Stór hluti af framleiðslu þeirra fer fram innan fyrirtækisins t.d. skera þeir járn í vélarnar sínar sjálfir og sjóða saman með róbotum. Einnig voru þeir að kaupa aukahlutafyrirtækið Zappator, sem að framleiðir flest alla aukahlutina sem MultiOne býður uppá. Það eru því spennandi tímar framundan hjá MultiOne, samkvæmt Ívari, en nýjustu vélarnar má vænta til landsins um miðjan júní.

Sjá fleiri fréttir

24 júlí, 2020

Finnbogi Þórarinsson til liðs við Klett.

Klettur festi nýverið kaup á starfsemi FS Mótor ehf. af Finnboga Þórarinssyni, stofnanda og eiganda fyrirtækisins, sem jafnframt hefur hafið störf á þjónustuverkstæði afl- og vinnuvéladeildar Kletts.

Lesa meir
29 maí, 2020

Leikföng fyrir framtíðar CAT aðdáendur

Eigum til ýmsa gjafavöru fyrir unga sem aldna CAT aðdáendur í verslun okkar í Klettagörðum 8-10.

Lesa meir
24 apríl, 2020

Magni öflugasti dráttarbátur landsins

Magni nýr dráttarbátur Faxaflóahafna er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2525 kW (3,386 HP) Caterpillar aðalvélar og tvær Caterpillar C4.4 rafstöðvar

Lesa meir
8 apríl, 2020

Frí netnámskeið hjá Caterpillar University til 31.maí

The Caterpillar University Online Campus býður viðskiptavinum Kletts upp á frí netnámskeið til 31.maí 2020

Lesa meir
24 mars, 2020

Ráðstafanir vegna Covid-19

Klettur leggur mikla áherslu á að lágmarka smithættu og fylgja almennum ráðleggingum Almannavarna. Nýjar verklagsreglur eru því í gildi núna til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina.

Lesa meir
11 mars, 2020

EXPEL – ný vara

Expel er byltingarkenndur búnaður sem hreinsar 99,999% af raka og olíu úr lofti og óhreinindi niður í 1 micron. Hannaður til að vernda lofstýrðar vélar og búnað og minnkar viðhald.

Lesa meir
6 febrúar, 2020

CAT D6 XE

Það eru spennandi tímar fram undan hjá Caterpillar þar sem þeir eru meðal annars að kynna nýja D6 XE rafdrifna jarðýtu sem er fyrsta rafdrifna ýtan í heimi sem er með drifhjólin uppi.

Lesa meir
31 janúar, 2020

Nýr Páll Jónsson GK 7

Nýr Páll Jónsson GK 7 var að koma til landsins eftir siglingu frá Póllandi. Um borð í skipinu er Caterpillar búnaður.

Lesa meir