Magni öflugasti dráttarbátur landsins - klettur.is

Magni nýr dráttarbátur Faxaflóahafna er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2525 kW (3,386 HP) Caterpillar aðalvélar. Jafnframt ertu tvær Caterpillar C4.4 rafstöðvar þannig að hestöfl í vélarúminu eru því rétt um 7000 HP.

 

Togkraftur dráttarbátsins er 85 tonn áfram og 84 aftur á bak en það er jafnt og samanlagður togkraftur allra núverandi dráttarbáta Faxaflóahafna sem eru fjórir talsins. Til að setja þennan togkraft í annað samhengi eru varðskipið Týr með 56 tonna togkraft og varðskipið Þór með 120 tonna.

 

Nýr Magni býr einnig yfir nýjustu tækni á mörgum sviðum þar á meðal svokallaðri azimuth skrúfutækni þannig að ekki er hefðbundið stýri í honum heldur er honum stýrt með skrúfunum þannig að hann getur tekið 360° á punktinum ef þörf er á.  Einnig eru mjög öflugar brunadælur tengdar við aðalvélar sem hægt er að nota við slökkvistörf. Öfl­ugt tæki sem eykur ör­yggi til mik­illa muna.

 

Alls hafa Faxaflóahafnir átt sex dráttarbáta sem allir hafa borið nafnið Magni og er þessi nýji sjötti í röðinni og var hann smíðaður hjá Damen Shipyards  í skipasmíðastöð sem þeir eiga í  Hi Phong,  Víetnam

 

Sjá fleiri fréttir