Lager CAT í Belgíu lokað frá 30. apríl til 6.maí - klettur.is

Lager CAT í Belgíu lokað frá 30. apríl til 6.maí

Caterpillar er að innleiða nýtt tölvu kerfi á lager sínum í Belgíu. Á meðan á innleiðingunni stendur verður lagernum lokað frá 30.apríl til 6.maí sem mun hafa áhrif á afhendingartíma varahluta á því tímabili.

 

Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir viðskiptavini okkar?

Við hjá Kletti munum reyna sjá til þess að þetta hafi sem minnstu afleiðingar fyrir viðskiptavini okkar, en við getum hinsvegar ekki útilokað lengri afhendingartíma á sumum hlutum meðan aðgerð stendur yfir hjá Caterpillar.

 

Betri þjónusta

Við munum vinna hörðum höndum til að takmarka þau óþægindi sem þetta kann að valda viðskiptavinum okkar og þökkum fyrir skilninginn þar til  lagerinn í Belgíu verður kominn í fulla afkastagetu aftur.

Sjá fleiri fréttir