Á myndinni sem tekin er við afhendingu er frá vinstri: Hjálmar Guðmundsson frá G Hjálmarssyni, Vilmundur Theodórsson frá Kletti og Guðmundur Snorri Guðmundsson frá G Hjálmarssyni.

 

Á dögunum fékk G Hjálmarsson á Akureyri afhent síðasta verkfærið í pakka sem samanstóð af eftirfarandi:

CAT 962M hjólaskófla, með ISO vökvahraðtengi, fjöðrun á gálga, auka vökvaúttaki, smurkerfi, LED ljósapakka og bakkmyndavél, Innbyggðri vigt frá CAT og „intelligent“ joystick stýri sem er vottað fyrir akstur á vegum á fullri ferð og gerir það að verkum að ekki þarf stýri í tækið.

Einnig er gleðilegt að kynna nýtt vörumerki hjá Kletti en það er Siljum, sænskur framleiðandi af vængjaskóflum og fjölplógum.

G Hjálmarsson fjárfesti i Siljum vængjaskóflu D-edition og upphækkun sem gerir hana um 6-7m3 að stærð. Á Siljum vængjaskóflunum eru einkaleyfi á fjöðruninni á vængjunum. Einnig eru tveir gaskútar og víxlblokk á lögnunum til að verja vökvakerfið fyrir yfirálagi ásamt endaslagsdempun á tjökkunum.

 

Hitt Siljum tækið var svo Siljum MP5000 X-line Heavy Duty vængjaplógur sem er með tvo vængi og 5,5 metra haf í sínu breiðasta.

 

G Hjálmarsson er rúmlega 40 ára gamalt fyrirtæki þar sem Guðmundur Hjálmarsson byrjaði innan við tvítugt með 1x D7 Caterpillar jarðýtu. Frá byrjun hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og nánast allur floti fyrirtækisins verið Caterpillar og Scania. Fyrirtækið hefur alltaf lagt áherslu á að nota aðeins bestu tækin og að þjónustan sé til að treysta á. Tækin hjá fyrirtækinu eru gríðarlega vel um hirt þannig að tekið er eftir enda er oft sagt að umgengni lýsi fyrirtækjum best. Nú er svo þriðja kynslóðin farin að vinna hjá fyrirtækinu þannig að framtíðin er sannarlega björt.

Sjá fleiri fréttir

11 maí, 2021

Afhending á 352 NG Premium til Fossvéla

Fossvélar komu og tóku á móti CAT 352 premium vél um daginn, vélin fór beint í vinnu í Ingólfsfjallið með ripper enda mikið um að vera á Suðurlandi og til þess þarf efni.

Lesa meira
15 apríl, 2021

Afhending á CAT 340 premium til G Hjálmarssonar Akureyri

Á myndinni afhendir Vilmundur Theodórsson frá Kletti Guðmundi Hjálmarssyni JR nýju vélina   G Hjálmarsson Akureyri fékk afhenta hjá okkur CAT 340 HDHW premium beltagröfu sem er ríkulega útbúinn af staðalbúnaði meðal annars: 10“ snertiskjár Hægt að programmera allt að 50 mismunandi prófíla fyrir vélamenn Prógrammera hnappa og rúllur á joystickum Fjölstillanlegt sæti með hita […]

Lesa meira
22 mars, 2021

Starfsmaður í smurþjónustu

Óskum eftir að ráða vanan starfsmann í smurþjónustu Kletts. Starfið felur í sér smurþjónustu og smáviðgerðir á öllum gerðum bifreiða og vinnuvéla með áherslu á vörubifreiðar.

Lesa meira
10 mars, 2021

Scania 770 kraftmesti vörubíll á Íslandi 

Á ferð og flugi ehf tók við á föstudaginn nýjum Scania 770S. Bíllinn er með nýjum 770 hestafla V8 mótor sem er með 3.700 Nm. togkraft á mjög breiðu sviði. En þessi mótor er sá öflugasti í dag sem er í boði í fjöldaframleiddum vörubíl.

Lesa meira
5 mars, 2021

G Hjálmarsson fjárfestir í snjómoksturstækjum.

Á dögunum fékk G Hjálmarsson á Akureyri afhent síðasta verkfærið í pakka sem samanstóð af eftirfarandi:

Lesa meira
19 febrúar, 2021

Scania 540 S vörubíllinn vinnur með yfirburðum í samanburðarprófunum

Síðasta haust var Scania með í tveimur samanburðarprófunum í Þýskalandi sem skipulagðar voru af evrópskum viðskiptatímaritum.

Lesa meira
29 janúar, 2021

Nýja árið byrjar vel fyrir CAT

Klettur – sala og þjónusta ehf. er umboðsaðili fyrir Caterpillar vinnuvélar á Íslandi. Að sögn Vilmundar Theodórssonar, sölustjóra CAT landvéla hjá Kletti, fer árið 2021 vel af stað í sölu vinnuvéla...

Lesa meira
20 janúar, 2021

Scania kynnir nýja V8-línu

Nýju V8-vélarnar frá Scania eru ekki aðeins eins kraftmiklar og hugsast getur heldur stórbæta þær einnig nýtingu á eldsneyti. Heildarsparnaður getur numið allt að sex prósentustigum, þegar nýi...

Lesa meira