EXPEL - ný vara - klettur.is

Expel er ný vara hjá Kletti. Expel er byltingarkenndur búnaður sem hreinsar 99,999% af raka og olíu úr lofti og óhreinindi niður í 1 micron. Tækið safnar raka og óhreinindum í sjálfvirka undantöppun sem tæmir sig þegar vissri hæð er náð. Þetta er fyrsta loftþrýstisían sem nær að hreinsa svo hátt hlutfall af raka og olíu og nær því eitt Expel tæki sömu loftgæðum og þrjár hefðbundar þrýstiloftsíur. Auðvelt er að setja búnaðinn upp og viðhalda. Hann tengist inn á loftlögn að tæki og þarf engan utanaðkomandi aflgjafa, rafmagn eða þess háttar.

 

Verndar vélar og búnað og minnkar viðhald

Búnaðurinn er framleiddur úr ryðfríu stáli og hugsaður til að vernda hvers kyns loftstýrðar vélar og búnað fyrir raka og óhreinindum og lengir líftíma og minnkar viðhald á þeim. Mjög lítið þrýstitap er í búnaðinum. Skiljuna er hægt að hreinsa á mjög auðveldan hátt og þarf því ekki að skifta um síur í honum eins og í hefðbundnum búnaði.

Expel 30 er gerð fyrir loftflæði 140-850 ltr /mín og vinnuþrýsting allt að 15 bar.

Hægt er að sjá helstu eiginleika og kosti hér.

Hafðu samband við sölumann, Gunnar M. Arnþórsson s: 590 5135 eða gma@klettur.is fyrir nánari upplýsingar.

 

Sjá fleiri fréttir