CAT hlaðið plan - klettur.is

Við hlöðum upp fyrir verslunarmannahelgina, og þar sem engar útihátiðar eru leyfðar hvers vegna ekki að taka rúntinn með fjölskylduna í gegnum planið hjá okkur í Klettagörðum.

Vorum að fylla planið af seldum vélum:

  • 3x 772G námutrukkar,
  • 1x D5 next gen premium jarðýta (hét áður D6N)
  • 2x 330 Next gen premium beltagröfur, ein af þeim þurfti reyndar að flýta sér norður á Akureyri og verður fyrir utan útibú Kletts Norðurlands þar eftir helgi.
  • 930M hjólaskófla
  • 323 Next gen premium beltagrafa.

Verið velkomin, ps: virðum 200 manna samkomutakmarkið 😊

Myndir og myndband tók Kári Pálsson; www.instagram.com/icelandic_construction

Sjá fleiri fréttir