Afhending á 352 NG Premium til Fossvéla

Fossvélar komu og tóku á móti CAT 352 premium vél um daginn, vélin fór beint í vinnu í Ingólfsfjallið með ripper enda mikið um að vera á Suðurlandi og til þess þarf efni.

Til gamans má geta að í Maí eru 50 ár síðan Kári Jónsson stofnaði sitt fyrirtæki, en hann hefur verið stór, traustur viðskiptavinur og samstarfsfélagi okkar í gegnum öll þessi 50 ár. Til gamans má geta þess að það var einmitt CAT D7 jarðýta sem var hans fyrsta tæki og upphafið af ferlinum.

Með Kára og Magnúsi framkvæmdastjóra Fossvélar kom einnig nýr eigandi Fossvéla, Jón Ingileifsson sem nýverið festi kaup á Fossvélum.

Á myndinni við afhendingu frá vinstri: Snorri Árnason viðskiptastjóri Kletts, Magnús Ólason framkv stjóri Fossvéla, Kári Jónsson fyrrv eigandi Fossvéla, Jón Ingileifsson nýr eigandi Fossvéla og Vilmundur Theodórsson Sölustjóri Kletts

Vélin er ríkulega útbúin frá verksmiðju með búnaði á borð við

CPM vigtar- og framleiðslukerfi sem gerir vélamanni kleift að skrá allt að 50 bíla og veitir því fullkomna yfirsýn yfir framleiðni vélarinnar

2D gröfukerfi, er staðalbúnaður í premium vélinni þar sem hægt að vinna út frá föstu merki og svo uppfæra það í CAT/ EARTHWORKS 3D kerfi

E-Fence „girðingu“ sem hægt er að leggja í kringum vélina sem veitir aukið öryggi ef t.d. unnið er undir rafmagnslínu, ef hætt er á að vélin snúi sér utan í vegg eða komið í veg fyrir að grafið sé niður fyrir ákveðna dýpt

Assist, sem eykur afköst hjá vélamanni með margvísilegum stillimöguleikum fyrir vélamann á vökvakerfi og joystickum

Við óskum Jóni Ingileifssyni og starfsfólki til hamingju með kaupin á Fossvélum og þessari flottu CAT 352 premium vél og erum vissir um að 50 ára farsælt samstarf Kletts og Fossvéla eigi eftir að halda áfram í minnst önnur 50.

Vélamaðurinn Ísak Andri Ármannsson brosandi.

Vilmundur frá Kletti að fara yfir og kenna Ísak og Magnúsi um umhirðu vélarinnar, enda leggur Klettur áherslu á að afhenda vélarnar þannig að vélamaðurinn þekki daglega umhirðu og allt það sem premium vélarnar hafa uppá að bjóða og kunni að nýta sér það eins og CPM, 2D, E-fence etc etc

Vélin kominn uppá fjall og klár í slaginn

Ísak Andri að rippa með vélinni, en hann hafði orð á því til gamans að það þyrfti ekki lengur að sprengja þvílikur væri brotkrafturinn á vélinni.


Aðrar fréttir