Fossvélar komu og tóku á móti CAT 352 premium vél um daginn, vélin fór beint í vinnu í Ingólfsfjallið með ripper enda mikið um að vera á Suðurlandi og til þess þarf efni.

Til gamans má geta að í Maí eru 50 ár síðan Kári Jónsson stofnaði sitt fyrirtæki, en hann hefur verið stór, traustur viðskiptavinur og samstarfsfélagi okkar í gegnum öll þessi 50 ár. Til gamans má geta þess að það var einmitt CAT D7 jarðýta sem var hans fyrsta tæki og upphafið af ferlinum.

Með Kára og Magnúsi framkvæmdastjóra Fossvélar kom einnig nýr eigandi Fossvéla, Jón Ingileifsson sem nýverið festi kaup á Fossvélum.

 

Á myndinni við afhendingu frá vinstri: Snorri Árnason viðskiptastjóri Kletts, Magnús Ólason framkv stjóri Fossvéla, Kári Jónsson fyrrv eigandi Fossvéla, Jón Ingileifsson nýr eigandi Fossvéla og Vilmundur Theodórsson Sölustjóri Kletts

 

Vélin er ríkulega útbúin frá verksmiðju með búnaði á borð við

CPM vigtar- og framleiðslukerfi sem gerir vélamanni kleift að skrá allt að 50 bíla og veitir því fullkomna yfirsýn yfir framleiðni vélarinnar

2D gröfukerfi, er staðalbúnaður í premium vélinni þar sem hægt að vinna út frá föstu merki og svo uppfæra það í CAT/ EARTHWORKS 3D kerfi

E-Fence „girðingu“ sem hægt er að leggja í kringum vélina sem veitir aukið öryggi ef t.d. unnið er undir rafmagnslínu, ef hætt er á að vélin snúi sér utan í vegg eða komið í veg fyrir að grafið sé niður fyrir ákveðna dýpt

Assist, sem eykur afköst hjá vélamanni með margvísilegum stillimöguleikum fyrir vélamann á vökvakerfi og joystickum

Við óskum Jóni Ingileifssyni og starfsfólki til hamingju með kaupin á Fossvélum og þessari flottu CAT 352 premium vél og erum vissir um að 50 ára farsælt samstarf Kletts og Fossvéla eigi eftir að halda áfram í minnst önnur 50.

 

 

Vélamaðurinn Ísak Andri Ármannsson brosandi.

 

Vilmundur frá Kletti að fara yfir og kenna Ísak og Magnúsi um umhirðu vélarinnar, enda leggur Klettur áherslu á að afhenda vélarnar þannig að vélamaðurinn þekki daglega umhirðu og allt það sem premium vélarnar hafa uppá að bjóða og kunni að nýta sér það eins og CPM, 2D, E-fence etc etc

 

Vélin kominn uppá fjall og klár í slaginn

 

Ísak Andri að rippa með vélinni, en hann hafði orð á því til gamans að það þyrfti ekki lengur að sprengja þvílikur væri brotkrafturinn á vélinni.

 

Sjá fleiri fréttir

4 ágúst, 2021

Nýjustu Scania metanbílunum fjölgar á Íslandi

Um 40 Scania vörubílar og strætisvagnar í nýjustu metanútfærslu eru nú komnir í notkun hér á landi. Nýju bílarnir eru að koma með auknu afli samhliða því að spara enn meira eldsneyti en áður.

Lesa meira
30 júlí, 2021

CAT hlaðið plan

Við hlöðum upp fyrir verslunarmannahelgina, og þar sem engar útihátiðar eru leyfðar hvers vegna ekki að taka rúntinn með fjölskylduna í gegnum planið hjá okkur í Klettagörðum.

Lesa meira
25 júní, 2021

Afhending á þremur tækjum til Bjössa ehf.

Stór dagur hjá Bjössa ehf. þar sem þeir Bjössi, Skúli og Haukur komu og tóku á móti þremur nýjum tækjum. Scania G450 XT, CAT valtar og CAT hjólagröfu.

Lesa meira
23 júní, 2021

ESB staðfestir yfirburði Scania í eldsneytisskilvirkni

Fjögur ár í röð hefur Scania unnið hin virtu „Green Truck“ verðlaun. Nú staðfesta tölur frá framkvæmdastjórn ESB að Scania er langbest meðal stórbílaframleiðenda í að draga úr losun koltvísýrings.

Lesa meira
8 júní, 2021

Afhendingar í maí

Það má segja að markaðurinn hafi tekið vel á móti nýju kynslóðinni af CAT vinnuvélunum og höfum við verið að afhenda töluvert af þeim upp á síðkastið.

Lesa meira
11 maí, 2021

Afhending á 352 NG Premium til Fossvéla

Fossvélar komu og tóku á móti CAT 352 premium vél um daginn, vélin fór beint í vinnu í Ingólfsfjallið með ripper enda mikið um að vera á Suðurlandi og til þess þarf efni.

Lesa meira
15 apríl, 2021

Afhending á CAT 340 premium til G Hjálmarssonar Akureyri

G Hjálmarsson Akureyri fékk afhenta hjá okkur CAT 340 HDHW premium beltagröfu sem er ríkulega útbúinn.

Lesa meira
22 mars, 2021

Starfsmaður í smurþjónustu

Óskum eftir að ráða vanan starfsmann í smurþjónustu Kletts. Starfið felur í sér smurþjónustu og smáviðgerðir á öllum gerðum bifreiða og vinnuvéla með áherslu á vörubifreiðar.

Lesa meira