CAT vinnuvélar

CAT

Klettur er umboðsaðili Caterpillar á Íslandi og býður upp á fjölbreytt vöruúrval af vinnuvélum. Caterpillar vinnuvélar hafa komið við sögu allra stórframkvæmda á sviði jarðvinnu hérlendis, og einnig áttu Caterpillar aðal- og ljósavélar stóran þátt í vélvæðingu fiskiskipaflotans á sínum tíma. Þar sem áreiðanleikinn skiptir öllu máli treysta menn á Caterpillar.

Beltagröfur

CAT framleiðir bæði hjóla- og beltagröfur. Beltagröfur eru frá 12-85 tonn að vinnuþyngd. Allar þessar gröfur eru boðnar með mismunandi gerðum af bómum, gröfuörmum, spyrnum, hraðtengjum og skóflum, allt eftir þeim verkefnum sem þeim eru ætluð

Jarðýtur

CAT sækir uppruna sinn til smíði á landbúnaðartækjum, jarðýtum og dráttartækjum. Þessi reynslubrunnur kemur glögglega fram í þeim yfirburðatækjum sem jarðýturnar frá CAT eru. CAT ýturnar eru fáanlegar frá 7-105 tonn að vinnuþyngd. Margs konar gerðir af undirvögnum eru í boði ásamt mismunandi útfærslum af tönnum og riftönnum.

Hjólaskóflur

CAT hjólaskóflur eru frá 11-195 tonn að vinnuþyngd. Þessir ódrepandi vinnuþjarkar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt við erfiðar aðstæður bæði hér á landi og erlendis. Margar gerðir af skóflum og öðrum fylgi- og valbúnaði eru á boðstólum með þessum tækjum.

Minigröfur og vélar

Eigum mikið úrval af minigröfum sem henta vel í smærri verk. Þær eru einfaldar og auðveldar í notkun og hægt er að fá mikið úrval af aukahlutum fyrir þær.

Vegheflar

CAT vegheflar eru þekktir um allan heim fyrir endingu og hagkvæman rekstur. Þetta góða orðspor hefur tryggt yfirburða endursöluverð þeirra og markaðsstöðu um allan heim. CAT heflar eru boðnir bæði með og án framdrifs og eru frá 11-64 tonn að vinnuþyngd. Margs konar valbúnaður er í boði, sérsniðinn að þörfum hvers og eins.

Liðstýrðir trukkar og námubifreiðar

Í þessari línu frá CAT eru bæði liðstýrðir trukkar, Búkollur og hefðbundnar námubifreiðar. Búkollurnar hafa burðargetu frá 24-40 tonn en námubifreiðarnar 37-400 tonn. Margs konar valbúnaður er á boðstólnum fyrir þessi tæki eins og aðrar vinnuvélar frá CAT.

MultiOne

Klettur er umboðsaðili MultiOne liðléttinga á Íslandi. Með 10 mismunandi flokkum véla, 19 útfærslum og yfir 170 mismunandi upprunalegum fylgihlutum er MultiOne besta liðstýrða smávélin á markaðnum. Hún er hentug fyrir allar gerðir verkefna, frá landbúnaði til landmótunar, frá viðhaldi fasteigna í ýmis verkefni bæjarfélaga.
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Eitthvað fór úrskeiðis