Hvernig á að stofna aðgang að Visionlink

Skref 1 - Opna vefsíðu Visionlink

1. Þú byrjar á að fara inn á Visionlink slóðina: https://vl.cat.com/home

2. Þá kemur þú inn á þessa síðu.

3. Hér ýtir þú á "Create One" í "Don't have and account?" fyrir neðan gula continue takkann.

Skref 2 - Skráir inn persónu upplýsingar

1. Hér fyllir þú þínar upplýsingar inn í reitina sem eru í boði. Nafn, land, email og símanúmer. Þú velur svo hvort þú sér hjá fyrirtæki eða sem einyrki.

2. Ýtir svo á Next til að halda áfram

Skref 3 - Staðsetning valin

1. Næst eru svo settar inn fyrirtækja eða einyrkja upplýsingar

2. Ýtir svo á Next til að halda áfram

Skref 4 - Þjónustuaðili er valinn

1. Klettur CAT á að vera valið

2. Ýtir svo á Next til að halda áfram

Skref 5 - Nýskráning er kláruð

1. Þú klárar að skrifa inn stafaruglið rétt

2. Ýtir svo á submit captcha

Umsóknin hefur nú verið send á CAT og þegar það er búið að samþykkja ferlið mun Klettur fá tilkynningu og við byrjum að tengja aðganginn fyrir þig.