Klettur hefur í áratugi þjónustað íslenskan sjávarútveg með lausnum frá leiðandi vörumerkjum á borð við CAT, Scania, Merlo og AJ Power. Vélar og búnaður þessara framleiðenda eru hannaðir til að standast erfiðar aðstæður, mikla notkun og langan líftíma. Með öflugri snjallþjónustu Kletts bjóðum við jafnframt betri yfirsýn, skilvirkara viðhald og aukið öryggi í rekstri. Kynntu þér málið á Sjávarútvegssýningunni sem fer fram í Laugardalshöll 10.-12.september.
Nýr rafmótor frá Scania ásamt háþróaðri dísilvél, myndar heildstætt hybrid-kerfi þar sem hægt er að keyra vélarnar saman eða nýta hvora um sig sem sjálfstæðan aflgjafa. Sérstaða þessarar lausnar samanborið við annað á markaðnum er að Scania hefur hannað og þróað allan pakkann; rafhlöður, rafmótor, brunahreyfil, mengunarvarnarbúnað, hugbúnað og stjórnkerfi. Hybrid-lausnin frá Scania skilar allt að 92% minni losuná CO2 og ef eingöngu er keyrt á rafmótor er losun CO2 um 98% minni.
Búnaður á sýningu:
Next Gen Scania Marine engine
CAT rafmagnslyftarar sameina kraft, nákvæmni og þægindi í daglegum rekstri. Þeir eru hljóðlátir, umhverfisvænir og henta sérstaklega vel fyrir íslenskan sjávarútveg. Með stöðugleikakerfi fyrir örugga notkun, nákvæmar stýringar fyrir þungar eða viðkvæmar byrðar og endingargóðar lithium-ion rafhlöður með litlu viðhaldi, tryggja þeir skilvirka og örugga vinnu í krefjandi aðstæðum.
Búnaður á sýningu:
CAT ljósavélar og aðalvélar eru þekktar fyrir áreiðanleika og langan líftíma. Þær tryggja stöðugan orkugjafa fyrir skip og báta hvort sem er til neyðarnotkunar eða sem aðalafl í vinnslu um borð. Þær eru hannaðar til að standast erfiðar aðstæður og skila afli þegar mest á reynir. Fyrir útgerðir þýðir þetta minna viðhald, hagkvæmari rekstur og öryggi um að vélin standi vaktina í öllum aðstæðum. CAT býður fjölbreytt úrval stærða og útfærslna sem henta allt frá smærri bátum til stærri vinnslu- og þjónustuskipa.
Búnaður á sýningu:
CAT 7.1
Klettur tók nýverið við umboði Merlo á Íslandi. Merlo er rótgróið og þekkt merki með áratuga reynslu af framleiðslu skotbómulyftara sem standast strangar kröfur atvinnulífsins. Vélar Merlo sameina nákvæmni, kraft og öryggi og eru hentugar á bryggjum, í vinnsluhúsum og við þjónustu skipa þar sem þörf er á bæði lyftikrafti og sveigjanleika.
Búnaður á sýningu:
AJ Power rafstöðvar eru hannaðar fyrir krefjandi aðstæður og standast kröfur sjávarútvegsins. Þær tryggja stöðugan orkugjafa með hagkvæmri eldsneytisnýtingu, einföldu viðhaldi og mikilli endingu. Með fjölbreytt úrval stærða og afkastagetu veitir AJ Power lausnir sem henta fyrir minni verkefni sem og stórar vinnslustöðvar og útgerðir.
Búnaður á sýningu:
AJ Power AJ88
Stafræn þjónusta Kletts gerir rekstraraðilum kleift að nýta gögn til að taka upplýstar ákvarðanir, draga úr rekstrarkostnaði og hámarka nýtingu búnaðar. Lausnirnar veita rauntímayfirsýn yfir stöðu véla og búnaðar og gera viðhald og rekstur markvissari.
Hægt er að fylgjast með afköstum, eldsneytisnotkun og mögulegum bilunum. Það skilar færri óvæntum stoppum, lægri viðhaldskostnaði og auknu öryggi í rekstri atriði sem skipta sköpum í íslenskum sjávarútvegi.
Lausnirnar ná til margs konar búnaðar, þar á meðal frá CAT, Scania og Merlo, og henta jafnt fyrir útgerðir sem vilja fylgjast með skipaflota sínum sem og vinnslufyrirtækjum sem þurfa að hámarka nýtingu véla og búnaðar í framleiðslu. Allar upplýsingar eru aðgengilegar í einföldu viðmóti og þjónustan sniðin að þörfum hvers reksturs.
Búnaður á sýningu:
Kynning á Vision Link á sýningu
Dagar
Klukkustundir
Mínutur
Sekúndur