Vetrardekk

Bestu vetrardekkin veita framúrskarandi grip í snjó og hálku. Þau endast vel í vetrarakstri en slitna hraðar á sumrin og veita minna grip á blautu malbiki á sumrin en sumardekk. Klettur býður mikið úrval af stærðum og gerðum á verði frá 9.900 kr. Aðalmerki okkar er Goodyear en við bjóðum einnig upp á dekk frá Sava, Dunlop og Fulda. Að auki bjóðum við upp á hjólbarða frá Hankook, Nexen og Roadstone. Vetrardekk skiptast í þrjár megingerðir: nagladekk og ónegld vetrardekk. Ónegldu vetrardekkin skiptast í tvo flokka: annars vegar svokölluð “soft compound” dekk sem eru mjúk eins og nafnið gefur til kynna og gefa því betra grip í snjó og hálku, hins vegar þau sem Íslendingar kalla heilsársdekk sem ætluð eru til aksturs allt árið. Við mælum ekki með heilsársdekkjum nema að fólk keyri lítið.

vetrardekk

Staðsetningar