Mannauður

Helstu styrkleikar Kletts liggja í mannauðinum en félagið hefur á að skipa metnaðarfullu og hæfileikaríku starfsfólki sem býr yfir áralangri reynslu og mikilli sérþekkingu sem nýtist á hverjum degi. Hjá Kletti eru ríflega hundrað starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Á fimmta tug bifvéla- og vélvirkja starfa hjá félaginu og tæplega þrjátíu við hjólbarðaþjónustu. Önnur starfsgildi eru sérfræðistörf í tæknimálum og fjöldi starfa á þjónustusviði, við sölu, á lager, á skrifstofu og í yfirstjórn félagsins. Hjá Kletti er mikið lagt upp úr menntun starfsmanna. Til að mynda njóta starfsmenn verkstæðisins símenntunar sem er fólgin í fjölda námskeiða hjá helstu birgjum félagsins.

Hvernig er að vinna hjá Kletti

Starfsumhverfi

1

Heilsa

Við vitum hvað heilsan okkar er dýrmæt, því bjóðum við upp á niðurgreiðslu á líkamsrækt og hvetjum til almennar hreyfingar og útivistar.
2

Matur

Við vitum hvað næring er mikilvæg og því hafa starfsmenn okkar aðgengi að hollum og heitum mat í hádeginu og á kvöldin þegar við á.
3

Skemmtun

Öflugt Starfsmannafélag Kletts stendur fyrir margvíslegum uppákomum allt árið um kring. Klettur styður myndarlega við starfsmannafélagið.

Hefur þú áhuga á að vinna hjá Kletti?

Hefur þú áhuga á að vinna hjá framsæknu sölu- og þjónustufyrirtæki? Við skoðum alla sem falla inn í góða liðsheild. Umsóknir berast þjónustustjóra og verður öllum umsóknum svarað.

Starfsfólk

Staðsetningar

Fréttir