Þjónustusvið

Þjónustusvið Kletts rekur vélaverkstæði ásamt sérbúnum þjónustubifreiðum fyrir vegaaðstoð og viðgerðir fjarri verkstæðinu. Alhliða þjónusta og smur fyrir fólksbíla, vörubíla, rútur, vinnuvélar o.fl.

Verkstæði 

Á vélaverkstæði Kletts starfar góður hópur valinkunnra manna hvort heldur sem verkefnin eru til lands eða sjós. Vélasvið Kletts býr yfir fullkomnu vélaverkstæði ásamt sérbúnum þjónustubifreiðum og vel menntuðu starfsliði.

Hjá okkur færðu alhliða þjónustu- og smur fyrir fólksbíla, vörubíla, rútur, vinnuvélar, krana, bátavélar, gíra, loftpressur, landbúnaðartæki og almenn atvinnutæki.

Vélaverkstæðið hefur yfir að ráða þremur sérútbúnum þjónustubifreiðum fyrir vegaaðstoð og viðgerðir fjarri verkstæðinu. Við bjóðum einnig upp á t.d. bilanagreingar, almennar viðgerðir, hjólastillingar, ökuritaþjónustu, loftkælingar, tjónaviðgerðir, framrúðuskipti, hraðþjónustu, forgreiningar og ábyrgðarviðgerðir.

Unnið er á vöktum á vélaverkstæði Kletts frá 8:00 til 23:30 fjóra daga vikunnar (mán. – fim.) og 8:00 til 16:00 á föstudögum.

Ökuritaþjónusta

Við bjóðum upp á löggildingu á ökuritum og hraðatakmörkurum fyrir allar gerðir vörubíla. 

Tveggja ára skoðun. Breytt dekkjastærð.

Neyðarþjónusta 

Klettur heldur úti neyðarþjónustu allan sólahringinn allt árið, er þeirri þjónustu skipt niður á deildir til að tryggja að okkar viðskiptavinir fái þjónustu sem passar þörfum hvers og eins.

Smurþjónusta

Klettur býður upp á smurþjónustu fyrir öll atvinnutæki og fólksbíla í Klettagörðum 8-10. Auk smur- og hjólbarðaþjónustu erum við með rafgeyma, rúðuþurrkur, rúðuvökva, ljósaperur og flest annað sem þurfa gæti.

Snjallþjónusta 

Snjallþjónustan okkar er lausn sem hjálpar þér að bera kennsl á og einbeita þér að lykilatriðum sem þarf til að auka framleiðni og draga úr kostnaði við flotann þinn.

Við bjóðum flotastjónunarkerfi frá bæði Scania og Caterpillar.

Tæknideild

Klettur veitir tæknilegar upplýsingar til eigenda og þjónustuaðila vegan bifreiða og tækja sem fyrirtækið hefur umboð fyrir.

Ef viðskiptavinir óska eftir að tæknimenn Kletts útvegi þeim tækniupplýsingar þá er sú þjónusta fúslega innt af hendi í gegnum tölvusamskipti, síma eða TeamViewer. Gjaldið sem tekið er fyrir þessa þjónustu fer eftir þeim tíma sem fer í að afla upplýsinganna (þó aldrei minna en það sem nemur einum tíma) og gjaldskrá verkstæðis á hverjum tíma auk virðisaukaskatts.

Þjónusta þessi er innifalin í þjónustusamningum

Sendu okkur fyrirspurn með ósk um tæknilegar upplýsingar á netfangið service@klettur.is eða hringdu í móttöku okkar í síma 590 5200 sem kemur þér í samband við sérfræðinga okkar.