Piller

Ekki láta rafmagnsleysið hafa áhrif á þig

 

Skoða heimasíðu Piller

Sérsniðnar lausnir

Sem eina fyrirtæki í heimi sem framleiðir hvort tveggja snúnings- og batterí-varaaflsstöðvar er Piller í einstakri stöðu til að bjóða upp á lausnir sem sameina varaaflgjafa, rofa og straumbreyta á máta sem er sérsniðinn að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

Piller er meðal fimm fremstu vörumerkja heims þegar kemur að þriggja fasa varaaflstöðvum en að auki er fyrirtækið stærsti framleiðandi snúnings-varaaflstöðva á heimsvísu.

Þær eru yfir 5000 talsins, snúnings-varaaflsstöðvarnar (allt að 3000 kVA) sem þrautþjálfaðir tæknimenn Piller þjónusta um allan heim.

Umsvifin ná til yfir 30 landa og telja starfsmenn Piller nú á annað þúsund.

Allar götur síðan 1909 hefur Piller þróað, framleitt og útvegað mikið úrval búnaðar sem snýr að raforkugæðum.

Stöðug raforka – lykillinn að árangri

Meðal viðskiptavina Piller eru fjármálastofnanir, símafyrirtæki, tölvufyrirtæki og heilbrigðisstofnanir en ótruflaður aðgangur að rafmagni gerir þeim kleift að veita eins góða og skilvirka þjónustu eins og hægt er.

Hverja mínútu allan ársins hring streymir gríðarlegt fjármagn um bankakerfið. Þannig er skilvirkni hagkerfisins okkar fullkomlega háð rafmagni. Fjölmiðlun og fjarskipti eru nú orðinn mikilvægari hluti af daglegu lífi fólks nú en nokkru sinni fyrr. Þar af leiðandi geta rafmagnstruflanir haft alvarlegri afleiðingar en áður. Rafmagnstruflanir eru óhjákvæmilegar. En þar koma lausnirnar frá Piller til bjargar.

Fjöldi mikilvægra fyrirtækja og stofnana sig á nú á Piller. Þar má nefna gagnaver, leitarvélar og upplýsingatæknifyrirtæki sem kjósa að fyrirbyggja þann gagnamissi og truflanir á þjónustu sem orðið geta við straumrof. 

 

Minna viðhald – færri lokanir

UNIBLOCK™ UB-V frá Piller er sveigjanleg lausn sem veitir allt að 3.24 megavöttum af varaafli í stakri einingu, sem gefur meira öryggi í samanburði við stórar batterí-varaaflsstöðvar og útheimtir mun færri stundir með óvirkan búnað vegna viðhalds.  

Kostir UB-V línunnar fram yfir sambærilegar vörur

UB-V skilar nýtni upp á 98% við 100% álag og 97% nýtni við 50% álag. Til samanburðar skila batterí-varaaflsstöðvar vanalega rétt um 96% nýtni hvort sem er við við 100% eða 50% álag.

Í UB-V varaaflsstöðvunum eru engir þéttar eða rafknúnar viftur, auk þess sem engin innri samfösun er á aflstrengjum. Þetta gerir að verkum að meðaltíminn milli bilanna í stökum einingum verður fimmfalt lengri (sem nemur allt frá hundruðum þúsunda til margra milljóna klukkustunda) en í hefðbundnum batterí-varaaflstöðvum, sé tekið mið af venjulegri bilanatíðni þeirra.

UB-V varaaflsstöðvarnar eru með nýja gerð stjórnbúnaðar, sem er hannaður til að greina sjálfvirkt hvort þörf sé á viðhaldi, svo eigendur geti verið áhyggjulausir í vissunni um að allt sé í lagi.

Hægt er að gerast áskrifandi að e-VENTLOG™, glænýjum þjónustupakka frá Piller sem felst í rafrænni fjargæslu. Árlegar þjónustulokanir gætu brátt heyrt sögunni til því með e-VENTLOG umhverfisstýringu má minnka þörfina á því að slökkva á búnaði vegna eftirlits og viðhalds niður í eitt skipti á fimm ára fresti.

Hafa samband