Gakktu til liðs við kraftmikinn hóp
Við leitum eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi sölustjóra CAT lyftara og vöruhúsalausna. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðu starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfur
Fríðindi í starfi
Óskað er eftir ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi þar sem kemur framfram kemur ástæða fyrir því að sótt er um starfið, ásamt upplýsingum um meðmælendur.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Arnarson, framkvæmdarstjóri sölusviðs, ba@klettur.is eða 590 5110.
Klettur
Klettur er leiðandi í sölu og þjónustu vörubíla, vinnuvéla og hjólbarða. Klettur hefur öðlast jafnlaunavottun og undanfarin 10 ár hefur fyrirtækið hlotið nafnbótina Framúrskarandi fyrirtæki. Helstu styrkleikar Kletts liggja í mannauðinum en félagið hefur á að skipa metnaðarfullu og hæfileikaríku starfsfólki sem býr yfir áralangri reynslu og mikilli sérþekkingu sem nýtist á hverjum degi. Hjá Kletti eru starfa ríflega hundrað starfsmenn við þjónustu og sölu á meðal annars Scania og Caterpillar tækjum og vélum, IR loftpressum og ásamt Goodyear, Hankook og Nexen hjólbörðum. Gildi Kletts eru heiðarleiki, fagmennska, liðsheild og staðfesta.
Caterpillar
Caterpillar er stærsta og þekktasta vörumerkið í vinnuvélaheiminum og varla er sú stórframkvæmd sem hefur verið ráðist í hér á landi sem hefur ekki haft Caterpillar vélar á vinnusvæðinu. Vélar frá Caterpillar eru þekktar fyrir gæði og áreiðanleika. Óhætt er að segja að spennandi tímar séu framundan hjá Caterpillar sem er með um 100 ára reynslu í sjálfbærri nýsköpun. Caterpillar leggur mikla áherslu á þróun með nýja orkugjafa við mismunandi aðstæður og er því vel í stakk búið til að takast á við margvíslegar þarfir viðskiptavina á ört vaxandi leið til minnkunar á kolefnislosun.
Starfsstöðvar Kletts eru sex talsins. Húsnæði félagsins í Klettagörðum 8-10 er stærst en það er sérhannað fyrir starfsemina og þá úrvalsþjónustu sem Klettur státar af. Klettur Norðurland opnaði á Akureyri árið 2018 en þar er rekin varahlutaverslun og þjónustuverkstæði. Hjólbarðaverkstæði Kletts eru í Klettagörðum, Suðurhrauni Garðabæ, Lynghálsi og í Hátúni og hjólbarðalager í Holtagörðum. Viðskiptavinir í öðrum landshlutum koma ekki að tómum kofanum hjá Kletti því félagið er í samstarfi við þjónustuaðila víða um land auk þess sem Klettur hefur á að skipa sérútbúna þjónustubíla 10 talsins þar af einn best búna smurþjónustubíl sem völ er á tilbúna að þjónusta viðskiptavini hvar sem er á landinu. Klettur starfar samkvæmt ströngustu kröfum helstu birgja félagsins. Þannig hefur starfsemi Kletts til að mynda hlotið hæstu mögulegu einkunnir hjá Caterpillar fyrir þætti sem snúa að hreinlæti og mengunarvörnum (Contamination Control) auk þess sem hún er með fulla vottun frá Scania sem staðfestir gæði og hátt þjónustustig (Dealer Operating Standard – DOS).
Helstu styrkleikar Kletts liggja í mannauðinum en félagið hefur á að skipa metnaðarfullu og hæfileikaríku starfsfólki sem býr yfir áralangri reynslu og mikilli sérþekkingu sem nýtist á hverjum degi. Hjá Kletti eru ríflega hundrað starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Á fimmta tug bifvéla- og vélvirkja starfa hjá félaginu og tæplega þrjátíu við hjólbarðaþjónustu. Önnur starfsgildi eru sérfræðistörf í tæknimálum og fjöldi starfa á þjónustusviði, við sölu, á lager, á skrifstofu og í yfirstjórn félagsins. Hjá Kletti er mikið lagt upp úr menntun starfsmanna. Til að mynda njóta starfsmenn verkstæðisins símenntunar sem er fólgin í fjölda námskeiða hjá helstu birgjum félagsins.
Skipurit KlettsHefur þú áhuga á að vinna hjá framsæknu sölu- og þjónustufyrirtæki? Við skoðum alla sem falla inn í góða liðsheild. Umsóknir berast þjónustustjóra og verður öllum umsóknum svarað.