Störf í boði

Starfsmaður í verkstæðismóttöku

Óskum eftir að ráða þjónustulipran og ábyrgðarfullan starfsmann í verkstæðismóttöku. Í starfinu felst móttaka viðskiptavina, skráning verkbeiðna afhending bíla og tækja eftir þjónustu og útskriftir reikninga fyrir fyrirtækið. 

Opnunartími Kletts er alla virka daga frá kl. 07:45 – 17:00. 

Helstu verkefni og ábyrgð 

 • Móttaka og afhending bíla og tækja 
 • Skráning verkbeiðna 
 • Frágangur verkbeiðna fyrir reikning 
 • Upplýsingagjöf um stöðu verka 
 • Ýmis önnur störf í samráði við yfirmann 

Menntunar- og hæfniskröfur 

 • Menntun sem nýtist í starfi 
 • Góð þekking á flutningabílum og vinnuvélum 
 • Reynsla á að vinna sambærilegt starf er kostur 
 • Góð framkoma, rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum 
 • Góð almenn tölvufærni og tungumálakunnátta 
 • Metnaður og frumkvæði við úrlausn mála 
 • Dugnaður og jákvæðni 

Óskað er eftir ferilskrá og almennu kynningarbréfi þar sem kemur fram ástæða fyrir því að sótt er um starfið. 

Nánari upplýsingar veita Sigurjón Örn Ólafsson, þjónustustjóri, í síma 590-5157 eða á soo@klettur.is, og Sveinn Símonarson, framkvæmdarstjóri þjónustusviðs, í síma 590-5152 eða á svsi@klettur.is.  

Vélfræðingur og vélvirki á verkstæði

Við leitum að vélfræðingum og vélvirkjum á verkstæði okkar í Klettagörðum

Helstu verkefni eru bilanagreiningar, viðgerðir og viðhald á Caterpillar vinnu- og bátavélum ásamt tengdum búnaði.

Boðið er upp á:

 • Úrvals aðstöðu til viðgerða og viðhalds
 • Gott tæknilegt umhverfi
 • Ásamt miklum möguleikum á þjálfun og endurmenntun

Nánari upplýsingar veita Páll Theódórsson, þjónustu- og verkstjóri CAT, á pth@klettur.is og Sveinn Símonarson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs, á svsi@klettur.is.  

Starfsmaður í smurþjónustu

Óskum eftir að ráða vanan starfsmann í smurþjónustu Kletts. Starfið felur í sér smurþjónustu og smáviðgerðir á öllum gerðum bifreiða og vinnuvéla með áherslu á vörubifreiðar.

Um er að ræða framtíðarstarf í traustu og öruggu umhverfi. Unnið er á dag- og kvöldvöktum 2/1.

Hæfniskröfur:

 • Einstaklingur vanur vinnu á smurstöð
 • Góð samskiptafærni og þjónustulund
 • Íslenskukunnátta
 • Vönduð og sjálfstæð vinnubrögð
 • Stundvísi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurjón Örn Ólafsson, þjónustustjóri (soo@klettur.is). Hægt er að sækja um í gegnum umsóknarferlið hér að neðan. 

Bifvélavirki og vélvirki á verkstæði

Óskum eftir að ráða bifvélavirkja eða vélvirkja á vörubílaverkstæði okkar í Klettagörðum. Unnið er á dag- og kvöldvöktum 2/1.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
 • Bilanagreiningar, viðgerðir og viðhald á vöru- og hópbifreiðum ásamt tengdum búnaði.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Sveinspróf í bifvélavirkjun / vélvirkjun.
 • Reynsla af vinnu á verkstæði kostur.
 • Góð samskiptafærni og þjónustulund.
 • Íslensku og ensku kunnátta.
 • Almenn tölvukunnátta og geta tileinka sér tækninýjungar.
 • Stundvísi.
 • Ökuréttindi.
 
Hjólbarðaverkstæði vörubíla

Óskum eftir að ráða vanan starfsmann á hjólbarðaverkstæði Kletts.

 
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Reynsla af vinnu á hjólbarðaverkstæði skilyrði
 • Reynsla af vinnu við hjólbarða vörubifreiða er kostur
 • Nákvæmni og öguð vinnubrögð
 • Geta til að vinna undir álagi og að vinna í teymi
 • Stundvísi
 

Klettur er leiðandi í sölu og þjónustu vörubíla, vinnuvéla og hjólbarða. Hjá Kletti vinna rúmlega 100 manns við þjónustu og sölu á meðal annars Scania og Caterpillar tækjum og vélum, IR loftpressum og Goodyear hjólbörðum.

FAGMENNSKA – HEIÐARLEIKI – STAÐFESTA – LIÐSHEILD 

Hægt er að sækja um í gegnum umsóknarferlið hér að neðan. Klettur ábyrgist að fyllsta trúnaðar sé gætt með allar umsóknir. Umsóknin fellur úr gildi eftir þrjá mánuði nema annars sé óskað. Umsækjandi ábyrgist að upplýsingar séu réttar og gefnar samkvæmt bestu vitund.

Boðið er upp á úrvals aðstöðu til viðgerða og viðhalds, gott tæknilegt umhverfi, ásamt miklum möguleikum á þjálfun og endurmenntun. Meðal annars stendur okkar starfsmönnum til boða að skrá sig í fjarnám við CAT U – Caterpillar University og Scania Academy TMS þar sem þeir geta sótt nám við skóla með alþjóðlega EFMD CEL vottun.