Atvinna

Áhugasamir umsækjendur eru hvattir til að senda umsóknir og ferilskrá á þjónustustjóra á netfangið svsi@klettur.is eða í gegnum umsóknar svæðið hér að neðan. Í umsókninni skal koma fram ítarleg lýsing á náms- og starfsferli, einnig nöfn og símanúmer aðila sem geta gefið umsögn um störf umsækjanda. Klettur ábyrgist að fyllsta trúnaðar sé gætt með allar umsóknir.

Umsóknin fellur úr gildi eftir þrjá mánuði nema annars sé óskað. Umsækjandi ábyrgist að upplýsingar séu réttar og gefnar samkvæmt bestu vitund.

Boðið er upp á úrvals aðstöðu til viðgerða og viðhalds, gott tæknilegt umhverfi, ásamt miklum möguleikum á þjálfun og endurmenntun. Meðal annars stendur okkar starfsmönnum til boða að skrá sig í fjarnám við CAT U – Caterpillar University og Scania Academy TMS þar sem þeir geta sótt nám við skóla með alþjóðlega EFMD CEL vottun.