Klettur er leiðandi í sölu og þjónustu vörubíla, vinnuvéla og hjólbarða. Hjá Kletti vinna rúmlega 100 manns við þjónustu og sölu á meðal annars Scania og Caterpillar tækjum og vélum, IR loftpressum og Goodyear hjólbörðum.

FAGMENNSKA – HEIÐARLEIKI – STAÐFESTA – LIÐSHEILD 

Hægt er að sækja um í gegnum umsóknarferlið hér að neðan. Klettur ábyrgist að fyllsta trúnaðar sé gætt með allar umsóknir. Umsóknin fellur úr gildi eftir þrjá mánuði nema annars sé óskað. Umsækjandi ábyrgist að upplýsingar séu réttar og gefnar samkvæmt bestu vitund.

Boðið er upp á úrvals aðstöðu til viðgerða og viðhalds, gott tæknilegt umhverfi, ásamt miklum möguleikum á þjálfun og endurmenntun. Meðal annars stendur okkar starfsmönnum til boða að skrá sig í fjarnám við CAT U – Caterpillar University og Scania Academy TMS þar sem þeir geta sótt nám við skóla með alþjóðlega EFMD CEL vottun.