Scania Super sigurvegari ,,Green Truck" 2024

Enn og aftur hefur Scania unnið hin virtu „Green Truck“ verðlaun fyrir framúrskarandi nýtni og eldsneytishagkvæmni. Öllum framleiðendum vörubíla í stærri flokki í Evrópu er árlega boðið að taka þátt í samanburðarprófun sem er skipulögð af tveimur þýskum fagtímaritum með það að markmiði að finna sparneytnasta langflutningabílinn. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 2011 og hefur Scania borið sigur úr býtum í níu af fjórtán skiptum.

Ný viðmið á markaðinn

,,Scania tekur virkan þátt í ýmsum prófunum í Evrópu en ,,Green Truck" verðlaunin einblína á kjarnann í okkar iðnaði - að bjóða viðskiptavinum upp á bestu mögulegu flutningsskilvirkni,“ segir Sefan Dorski, aðstoðarforstjóri og yfirmaður Scania Trucks. ,,Nýja aflrásin okkar var kynnt árið 2021 sem kom með  ný viðmið á markaðinn, með 8% eldsneytissparnaði sem viðskiptavinir okkar njóta nú góðs af í daglegum rekstri. Við hjá Scania erum mjög stolt og ánægð með að hafa hlotið verðlaunin sem skilvirkasti langflutningabíll í heimi. Að neyta minna eldsneytis þýðir að vörubílarnir okkar leggja mikið af mörkum til að draga úrlosun koltvísýrings, þar sem mikið af flutningum er enn háð brunahreyflum.“

Sparar meira en 600 lítra af eldsneyti á ári

Við val á eyðslugrennsta flutningabílnum eru skoðaðir viðeigandi þættir er varðar hagkvæmni og sjálfbærni í flutningum: eldsneytisnoktun, meðalhraða, notað AdBlue ásamt rúmmáli og þyngd vörubílsins. Þegar rýnt er í gögnin þá standa niðustöður Scania upp úr t.d fyrir 100 km vegalengd er meðalmunur miðað við aðra flutningabíla 0,41 lítri af eldsneyti. Með hliðsjón af þeirri staðreynd að langflutningabíll keyrir um 150.000 km á ári, þá sparar Scania meira en 600 lítra af eldsneyti miðað við næsta keppinaut. Scania vörubíllinn var jafnframt léttasta farartækið eða 7.040 kg og náði hæsta meðalhraðanum, 79,70 km/klst. Uppfærð útgáfa af CCAP kerfinu (Cruise Control with Active Prediction) sem Scania kynnti í maí 2023 er talið hafa gefið forskot í prófuninni.

Mest seldi vörubíllinn það sem af er ári

,,Það sem af er ári er Scania Super mest nýskráði vörubíllinní flokki 2 hér á landi og hefur hann fengið afar jákvæðar viðtökur hjá viðskiptavinum okkar,“ segir Jóhannes Georgsson, sölustjóri Scania. ,,Að lágmarki er Scania Super að gefa viðskiptavinum okkar 8% sparnað á eldsneyti og er samhliða að minnka útblástur.“

Aðrar fréttir