Scania verðlaunað fyrir sjálfbæra, rafknúna vörubíla

Scania hefur hlotið hin virtu verðlaun European Transport Award í flokknum „Rafknúnir vörubílar“ á grundvelli sjálfbærnisjónarmiða þeirra. Að sögn skipuleggjanda verðlaunanna, Huss-Verlag í München og tímaritsins Transport, sköruðu vörubílar Scania fram úr þegar horft var til umhverfisverndandi þátta í bland við efnahagslegan ávinning og samfélagslega ábyrgð. Dómnefndina skipuðu fimm mikilsmetnir einstaklingar og komu úr heimi fjölmiðla, fræðasamfélags og stjórnsýslu.

„Við erum himinlifandi yfir þessum verðlaunum,“ segir Nina Khanaman, yfirmaður markaðs- og samskiptasviðs hjá Scania í Þýskalandi. „Þau fanga vel út á hvað öll umbreytingin gengur; það að þróa framúrskarandi vörur er ekki lengur nóg, þær verða jafnframt að bjóða upp á sjálfbært 360° sjónarhorn þar sem öllum viðeigandi þáttum eru gerð skil.“

Nýjustu rafknúnu vörubílarnir frá Scania eru hugsaðir til svæðisbundinnar notkunar og ráða yfir allt að 350 kílómetra drægni. Scania notar rafhlöður frá sænska framleiðandanum Northvolt sem hafa getuna til að knýja vörubíla í að minnsta kosti eina og hálfa milljón kílómetra. Kolefnisfótspor þessara rafhlaðna er um það bil þriðjungur af viðmiðum fyrir sambærilegan iðnað þar sem Northvolt notar jarðefnafría orkugjafa og sjálfbæra ferla í framleiðslunni í gígaverksmiðju sinni í Skelleftea í Svíþjóð.

„Með því að veita framúrskarandi lausnum viðurkenningu, eins og BEV Scania vörubílunum okkar, eru evrópsku flutningsverðlaunin að ryðja brautina fyrir umskiptin yfir í flutninga framtíðarinnar án jarðefnaeldsneytis,“ segir Khanaman. „Að hljóta viðurkenningu á þessum vettvangi, úr hendi reynslumikilla sérfræðinga, er sönnun þess að Scania er leiðandi í sjálfbærum lausnum við framleiðslu á vörubílum.“

„Það er ánægjulegt að sjá að Scania er að taka til sýn viðurkenningar fyrir metnaðarfulla þróun á rafknúnum vörubílum (BEV) enda er mikil áhersla lögð á gæði íhluta og sjálfbærni. Scania kynnir nú næstu kynslóð af rafbílum sem hugsuð er fyrir lengri leiðir og meiri vagnlest eða allt að 64 tonn“ Bjarni Arnarson framkvæmdarstjóri söludeildar Kletts innflytjanda Scania á Íslandi.

Aðrar fréttir